Fótbolti

Sjáðu víta­dramatíkina, sjálfs­mark Marti­als og sigur­mark Rashfords

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford og Wan Bissaka fagna sigurmarkinu.
Rashford og Wan Bissaka fagna sigurmarkinu. Matthew Peters/Manchester United via Getty Images

Það var mikil dramatík á Parc des Princes í gærkvöld er PSG tapaði sínum fyrsta heimaleik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðan 2004.

United komst yfir með marki frá Bruno Fernandes eftir vítaspyrnudrama þar sem hann þurfti að endurtaka vítaspyrnuna.

Anthony Martial jafnaði metin hins vegar fyrir PSG í upphafi síðari hálfleiks er hann skallaði hornspyrnu Neymars í vitlaust mark.

Sigurmarkið kom svo innan við fimm mínútum fyrir leikslok er Marcus Rashford skoraði sigurmarkið; í annað sinn á innan við tveimur árum sem Rashford afgreiðir PSG.

Alla dramatíkina úr leiknum má sjá hér að neðan.

Klippa: PSG - Man. United 0-1
Klippa: PSG - Man. United mörkin


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.