Innlent

Versnandi horfur í efnahagsmálum

Heimir Már Pétursson skrifar

Horfur í efnahagsmálum hafa versnað verulega frá því í ágúst að mati hagfræðideildar Landsbankans. Efnahagslífið muni ekki taka almennilega við sér fyrr en árið 2023.

Í hagspá Landsbankans til og með ársins 2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 8,5% á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Hagvöxtur verði hins vegar 3,4%á næsta ári og 5% árin 2022 og 2023. Atvinnuleysi haldist áfram mikið þótt bóluefni verði komið upp úr áramótum.

Daníel Svavarsson forstöðumaður hagdeildar Landsbankans segir verðbólguna gera Seðlabankanum erfitt fyrir með að lækka meginvexti sína meira en hann hafi nú þegar gert.Vísir/Vilhelm

Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir spána gera ráð fyrir 7,8% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári, 8,4% á því næsta en lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023.

Grafík/HÞ

„Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjáverulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel.

Í ágústspá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga yrði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta ár. Meiri svartsýni er í spá Landsbankans sem telur verðbólgu enn verða aðeins yfir markmiðinu út árið 2023 sem muni draga úr getu bankans til frekari vaxtalækkana.

Grafík/HÞ

„Ég tel að virkasta hagstjórnarverkfæri Seðlabankans um þessar mundir væri að beita sér af meiri hörku ágjaldeyrismarkaði. Tryggja stöðugleika í gjaldmiðlinum. Sem myndi þá gera það aðverkumað við sæum verðbólguna koma aftur niður á næsta ári.en við gerum ráð fyrir að hún gæti hækkað upp undir fjögur prósent í byrjun næsta árs,“ segir Daníel Svavarsson.


Tengdar fréttir

Hætta á kreppu­verð­bólgu á Ís­landi

Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót.

Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði

Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.