Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2020 20:01 Veiking krónunnar hefur skilað sér hratt út í verðlagið að undanförnu. Vísir/Vilhelm Hætta er á að Íslendingar lendi í kreppuverðbólguástandi að mati hagfræðings Landsbankans. Líkur séu á að verðbólga fari hækkandi allt fram yfir áramót og í eðlilegu árferði væri peningastefnunefnd að íhuga hækkun vaxta. Síðast þegar verðbólgudraugurinn lét á sér kræla var verðbólgan yfir markmiði Seðlabankans í níu mánuði. Eða allt þar til í desember í fyrra að hún fór undir markmiðið. Nú hefur verðbólgan verið yfir markmiðinu í fjóra mánuði og fer hækkandi. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir aukna verðbólgu ekki vera bætandi ofan á núverandi ástand í þjóðfélaginu.Stöð 2/Einar Árnason Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir fáa hafa búist við því á vormánuðum að verðbólgan yrði til vandræða. Það hefur einnig ítrekað komið fram í málflutningi seðlabankastjóra undanfarna mánuði. „En krónan er búin að vera að gefa eftir hægt og sígandi allt sumarið og haldið áfram núna á haustmánuðum. Það sem meira er, veiking krónunnar hefur verið að skila sér mjög hratt inn í verðlagið,“ segir Daníel. Verðbólgan fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og er nú komin í 3,5 prósent.Grafík/HÞ Nú í september sé verðbólgan komin vel yfir 2,5 prósenta markmiðið og mælist 3,5 prósent. Jafnvel þótt Seðlabankanum tækist að halda genginu stöðugu fram að áramótum gæti verðbólga verið komin í 3,8 prósent um áramót og fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Þetta er í sjálfu sér versta staða sem seðlabanki getur verið í. Að fá svona verðbólguskot á samdráttartímum. Við gætum lent í svo kallaðri kreppuverðbólgu ástandi, stagflation. Það er staða sem seðlabanki vill ekki vera í,“ segir Daníel. Seðlabankinn hafi hins vegar það vopn að beita sér af meiri hörku á gjaldeyrismarkaði en að undanförnu og þannig reynt að stöðva veikingu krónunnar. „Þá gerum við ráð fyrir að verðbólga muni ganga mjög hratt niður á næsta ári. Vera komin í markmiðið og jafnvel undir markmiðið á sama tíma á næsta ári. Klemma Seðlabankans felst líka í því að vextir séu nú í sögulegu lágmarki í einu prósenti og fáir reikni með frekari vaxtalækkunum á næstunni. „Í eðlilegu árferði væri peningastefnunefndin að íhuga vaxtahækkanir við þessar verðbólgutölur,“ segir Daníel. Sem aftur gæti kynt undir verðbólgunni og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. „Já því við viljum alls ekki fara að hafa áhyggjur af verðbólgunni ofan á allt annað sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag,“ segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. október. Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Hætta er á að Íslendingar lendi í kreppuverðbólguástandi að mati hagfræðings Landsbankans. Líkur séu á að verðbólga fari hækkandi allt fram yfir áramót og í eðlilegu árferði væri peningastefnunefnd að íhuga hækkun vaxta. Síðast þegar verðbólgudraugurinn lét á sér kræla var verðbólgan yfir markmiði Seðlabankans í níu mánuði. Eða allt þar til í desember í fyrra að hún fór undir markmiðið. Nú hefur verðbólgan verið yfir markmiðinu í fjóra mánuði og fer hækkandi. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir aukna verðbólgu ekki vera bætandi ofan á núverandi ástand í þjóðfélaginu.Stöð 2/Einar Árnason Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir fáa hafa búist við því á vormánuðum að verðbólgan yrði til vandræða. Það hefur einnig ítrekað komið fram í málflutningi seðlabankastjóra undanfarna mánuði. „En krónan er búin að vera að gefa eftir hægt og sígandi allt sumarið og haldið áfram núna á haustmánuðum. Það sem meira er, veiking krónunnar hefur verið að skila sér mjög hratt inn í verðlagið,“ segir Daníel. Verðbólgan fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og er nú komin í 3,5 prósent.Grafík/HÞ Nú í september sé verðbólgan komin vel yfir 2,5 prósenta markmiðið og mælist 3,5 prósent. Jafnvel þótt Seðlabankanum tækist að halda genginu stöðugu fram að áramótum gæti verðbólga verið komin í 3,8 prósent um áramót og fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Þetta er í sjálfu sér versta staða sem seðlabanki getur verið í. Að fá svona verðbólguskot á samdráttartímum. Við gætum lent í svo kallaðri kreppuverðbólgu ástandi, stagflation. Það er staða sem seðlabanki vill ekki vera í,“ segir Daníel. Seðlabankinn hafi hins vegar það vopn að beita sér af meiri hörku á gjaldeyrismarkaði en að undanförnu og þannig reynt að stöðva veikingu krónunnar. „Þá gerum við ráð fyrir að verðbólga muni ganga mjög hratt niður á næsta ári. Vera komin í markmiðið og jafnvel undir markmiðið á sama tíma á næsta ári. Klemma Seðlabankans felst líka í því að vextir séu nú í sögulegu lágmarki í einu prósenti og fáir reikni með frekari vaxtalækkunum á næstunni. „Í eðlilegu árferði væri peningastefnunefndin að íhuga vaxtahækkanir við þessar verðbólgutölur,“ segir Daníel. Sem aftur gæti kynt undir verðbólgunni og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. „Já því við viljum alls ekki fara að hafa áhyggjur af verðbólgunni ofan á allt annað sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag,“ segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. október.
Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18
Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23
Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15