Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2020 15:13 Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands Vísir/baldur Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. Skjálftinn varð klukkan 13:43 og mældist 5,6 að stærð. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og víðar. Upptök hans voru um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, skammt frá Kleifarvatni. Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa. Margir eftirskjálftar hafi þó mælst og voru þeir orðnir um fimmtíu nú á þriðja tímanum. „Samkvæmt fræðunum ætti stærsti eftirskjálftinn að vera rúmlega fjórir að stærð. En ég þori ekki að segja það núna hversu stór stærsti eftirskjálftinn er en það eru einhverjir hér allavega sem eru þrír að stærð,“ segir Kristín. Aðeins fimm jarðskjálftar stærri en fimm hafa mælst á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. „Stærsti skjálftinn sem er af svipaðri stærð og þessi er í raun „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000. Þá í raun var svo mikill hristingur að hann kippti inn einum sjálfta sem var einmitt líka við Kleifarvatn,“ segir Kristín. Tilkynningum hefur rignt inn á Veðurstofuna vegna skjálftans í dag. „Við getum örugglega sagt að sjaldan höfum við fengið jafnmargar tilkynningar. Það er náttúrulega vegna þess að þetta finnst svo svakalega vel á höfuðborgarsvæðinu, það er svo þéttbýlt þar sem hann finnst. En þessi skjálfti fannst vestur á Vestfirði þannig að þetta er mjög stórt svæði sem hann finnst á,“ segir Kristín. „Þetta er ekki jafnstór skjálfti og á Suðurlandsskjálftanum eða í Hveragerði 2008 en vissulega skjálfti sem við fundum mjög vel fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að ég hafi ekki fundið svona skjálfta áður, ekki svona vel.“ Íbúar á suðvesturhorninu hafa fundið fyrir nokkrum stórum jarðskjálftum það sem af er ári. Skjálfti 4,2 að stærð varð um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík í lok ágúst. Þá mældist jarðskjálfti 5,2 að stærð á svipuðum slóðum í mars. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Vogar Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25 „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. Skjálftinn varð klukkan 13:43 og mældist 5,6 að stærð. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og víðar. Upptök hans voru um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, skammt frá Kleifarvatni. Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa. Margir eftirskjálftar hafi þó mælst og voru þeir orðnir um fimmtíu nú á þriðja tímanum. „Samkvæmt fræðunum ætti stærsti eftirskjálftinn að vera rúmlega fjórir að stærð. En ég þori ekki að segja það núna hversu stór stærsti eftirskjálftinn er en það eru einhverjir hér allavega sem eru þrír að stærð,“ segir Kristín. Aðeins fimm jarðskjálftar stærri en fimm hafa mælst á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. „Stærsti skjálftinn sem er af svipaðri stærð og þessi er í raun „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000. Þá í raun var svo mikill hristingur að hann kippti inn einum sjálfta sem var einmitt líka við Kleifarvatn,“ segir Kristín. Tilkynningum hefur rignt inn á Veðurstofuna vegna skjálftans í dag. „Við getum örugglega sagt að sjaldan höfum við fengið jafnmargar tilkynningar. Það er náttúrulega vegna þess að þetta finnst svo svakalega vel á höfuðborgarsvæðinu, það er svo þéttbýlt þar sem hann finnst. En þessi skjálfti fannst vestur á Vestfirði þannig að þetta er mjög stórt svæði sem hann finnst á,“ segir Kristín. „Þetta er ekki jafnstór skjálfti og á Suðurlandsskjálftanum eða í Hveragerði 2008 en vissulega skjálfti sem við fundum mjög vel fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að ég hafi ekki fundið svona skjálfta áður, ekki svona vel.“ Íbúar á suðvesturhorninu hafa fundið fyrir nokkrum stórum jarðskjálftum það sem af er ári. Skjálfti 4,2 að stærð varð um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík í lok ágúst. Þá mældist jarðskjálfti 5,2 að stærð á svipuðum slóðum í mars.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Vogar Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25 „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33
Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25
„Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16