Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 06:57 Undanfarnar vikur hefur kórónuveiran verið í mestri útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mynd er tekin fyrr í mánuðinum við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem það mynduðust langar raðir fólks sem var að mæta í sýnatöku. Vísir/Vilhelm Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land samkvæmt nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins sem tók gildi á miðnætti. Enn er tuttugu manna samkomubann um land allt með þeirri undantekningu þó að fimmtíu manns mega koma saman í útförum. Þá skulu skemmtistaðir, krár og spilasalir um allt land áfram hafa lokað. Reglugerðin gildir til 10. nóvember. Á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi) eru þó sérreglur í gildi til og með 3. nóvember. Þær kveða meðal annars á um að allt íþróttastarf sem krefst snertingar sé óheimilt og veitingastaðir sem mega hafa opið skulu ekki loka síðar en klukkan 21. Annars staðar á landinu mega veitingastaðir hafa opið til klukkan 23. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu skulu áfram vera lokaðar. Þá er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar er óheimil, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og snyrtistofa. Annars staðar á landinu er þessi starfsemi leyfð með þeim skilyrðum að fólk beri grímu. Þá er almennt grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta á til dæmis við um almenningssamgöngur, eins og í strætó, ferjum og leigubílum. Ráðherra fór gegn tillögum sóttvarnalæknis Fram eftir degi og kvöldi í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu skuli háttað. Þannig vissu rekstraraðilar líkamsræktarstöðva ekki hvort þeirra starfsemi væri leyfð samkvæmt nýju reglunum. Stöðvunum var gert að loka fyrir tæpum tveimur vikum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu sóttvarnalæknis og heimilaði opnun líkamsræktarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær vegna málsins kom fram að þessi ákvörðun ráðherra byggði á því að jafnræðis og meðalhófs væri gætt. Horft væri til þess að sömu skilyrði giltu um íþróttaiðkun og líkamsrækt, það er að iðka megi hvoru tveggja ef regla um tuttugu manna hámarksfjölda og tveggja metra reglan eru virtar. Þá var einnig þó nokkur óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi barna á höfuðborgarsvæðinu skyldi háttað í samræmi við nýju reglurnar. Var til dæmis óljóst hvort skólasund yrði hjá nemendum. Í gærkvöldi barst hins vegar tilkynning frá almannavörnum þar sem greint var frá því að öll íþróttakennsla á höfuðborgarsvæðinu muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Þá fellur skólasund á höfuðborgarsvæðinu niður næstu tvær vikurnar. Var ákvörðunin tekin af skóla- og íþróttasviðum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í samráði við almannavarnir og að teknu tilliti til leiðbeininga sóttvarnayfirvalda. Auk þessa verða öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð. Annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, þrátt fyrir tveggja metra regluna, að því er fram kemur í reglugerð ráðherra. Þá er fimmtíu einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er hins vegar að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Minnisblað sóttvarnalæknis. Reglugerð heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira
Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land samkvæmt nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins sem tók gildi á miðnætti. Enn er tuttugu manna samkomubann um land allt með þeirri undantekningu þó að fimmtíu manns mega koma saman í útförum. Þá skulu skemmtistaðir, krár og spilasalir um allt land áfram hafa lokað. Reglugerðin gildir til 10. nóvember. Á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi) eru þó sérreglur í gildi til og með 3. nóvember. Þær kveða meðal annars á um að allt íþróttastarf sem krefst snertingar sé óheimilt og veitingastaðir sem mega hafa opið skulu ekki loka síðar en klukkan 21. Annars staðar á landinu mega veitingastaðir hafa opið til klukkan 23. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu skulu áfram vera lokaðar. Þá er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar er óheimil, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og snyrtistofa. Annars staðar á landinu er þessi starfsemi leyfð með þeim skilyrðum að fólk beri grímu. Þá er almennt grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta á til dæmis við um almenningssamgöngur, eins og í strætó, ferjum og leigubílum. Ráðherra fór gegn tillögum sóttvarnalæknis Fram eftir degi og kvöldi í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu skuli háttað. Þannig vissu rekstraraðilar líkamsræktarstöðva ekki hvort þeirra starfsemi væri leyfð samkvæmt nýju reglunum. Stöðvunum var gert að loka fyrir tæpum tveimur vikum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu sóttvarnalæknis og heimilaði opnun líkamsræktarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær vegna málsins kom fram að þessi ákvörðun ráðherra byggði á því að jafnræðis og meðalhófs væri gætt. Horft væri til þess að sömu skilyrði giltu um íþróttaiðkun og líkamsrækt, það er að iðka megi hvoru tveggja ef regla um tuttugu manna hámarksfjölda og tveggja metra reglan eru virtar. Þá var einnig þó nokkur óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi barna á höfuðborgarsvæðinu skyldi háttað í samræmi við nýju reglurnar. Var til dæmis óljóst hvort skólasund yrði hjá nemendum. Í gærkvöldi barst hins vegar tilkynning frá almannavörnum þar sem greint var frá því að öll íþróttakennsla á höfuðborgarsvæðinu muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Þá fellur skólasund á höfuðborgarsvæðinu niður næstu tvær vikurnar. Var ákvörðunin tekin af skóla- og íþróttasviðum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í samráði við almannavarnir og að teknu tilliti til leiðbeininga sóttvarnayfirvalda. Auk þessa verða öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð. Annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, þrátt fyrir tveggja metra regluna, að því er fram kemur í reglugerð ráðherra. Þá er fimmtíu einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er hins vegar að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Minnisblað sóttvarnalæknis. Reglugerð heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira