Nítján mánuðir síðan kraftaverkið í París færði Solskjær framtíðarstarfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 14:31 Ole Gunnar Solskjær fagnar sigri Manchester United á Parc des Princes í París 6. mars 2019. Getty/Julian Finney Ole Gunnar Solskjær er mættur aftur með lið sitt til borgarinnar þar sem hann vann sinn stærsta sigur sem knattspyrnustjóri Manchester United fyrir 594 dögum en það var sigurinn sem öðrum fremur færði honum framtíðarstjórastarf hjá Manchester United. Paris Saint Germain tekur í kvöld á móti Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Það þykir því við hæfi að rifja upp stærstu stund Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United. "Of course everyone wants to be in the Champions League and play the top teams," says Ole."We ve drawn last season s finalists, semi-finalists and this is the first chance we'll have to play the best, which will be the biggest challenge for this team."#MUFC #UCL pic.twitter.com/wXI6CBSZQh— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Það bjuggust örugglega fáir við því að Ole Gunnar Solskjær yrði framtíðar knattspyrnustjóri Manchester United þegar Jose Mourinho var rekinn í desember 2018. Líkurnar jukust vissulega þegar hann tók við liðinu tímabundið en flestir voru á því að svo yrði kallað á stærra nafn. Manchester United liðið vann hins vegar átta fyrstu leikina undir hans stjórn þar af sex fyrstu deildarleikina. Ole Gunnar var kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins í sínum fyrsta heila mánuði. United liðið náði alls í 25 stig í fyrstu níu deildarleikjum sínum undir stjórn Solskjær. Fyrsta tap Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United kom aftur á móti á heimavelli á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitunum og auk þess að tapa 2-0 á heimavelli þá missti United einnig Paul Pogba í leikbann en hann hafði verið frábær eftir að Solskjær mætti á svæðið. Paris Saint Germain var með stjörnuprýtt lið sem var búið að bíða lengi eftir því að fara alla leið í Meistaradeildinni. Útlitið var því ekki bjart og tap í seinni leiknum hefði mögulega getað þýtt að yfirmenn Manchester United myndu finna sér nýjan knattspyrnustjóra um sumarið. watch on YouTube Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans tókst hins vegar að fara til Parísar og sækja sér sigurinn sem liðið þurfti. Romelu Lukaku kom Manchester United í 2-0 á fyrsta hálftímanum og Marcus Rashford tryggði United síðan 3-1 sigur og sæti í átta liða úrslitunum með marki úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar sem lið tapar fyrri leiknum 2-0 á heimavelli en kemst samt áfram. Eftir þetta litla kraftaverk var fátt sem kom í veg fyrir að Solskjær yrði ráðinn knattspyrnustjóri til framtíðar. Leikurinn fór fram 6. mars og 28. mars skrifaði Solskjær undir þriggja ára samning um að taka við sem fastráðinn knattspyrnustjóri Manchester United. Liðið hafði þá unnið fjórtán af nítján leikjum sínum undir hans stjórn en það var samt sigurinn í París sem stóð upp úr. Þessi sigur í París fyrir nítján mánuðum og fjórtán dögum síðan er líka síðasti sigur Manchester United í Meistaradeildinni undir stjórn Solskjær því liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær er mættur aftur með lið sitt til borgarinnar þar sem hann vann sinn stærsta sigur sem knattspyrnustjóri Manchester United fyrir 594 dögum en það var sigurinn sem öðrum fremur færði honum framtíðarstjórastarf hjá Manchester United. Paris Saint Germain tekur í kvöld á móti Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Það þykir því við hæfi að rifja upp stærstu stund Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United. "Of course everyone wants to be in the Champions League and play the top teams," says Ole."We ve drawn last season s finalists, semi-finalists and this is the first chance we'll have to play the best, which will be the biggest challenge for this team."#MUFC #UCL pic.twitter.com/wXI6CBSZQh— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Það bjuggust örugglega fáir við því að Ole Gunnar Solskjær yrði framtíðar knattspyrnustjóri Manchester United þegar Jose Mourinho var rekinn í desember 2018. Líkurnar jukust vissulega þegar hann tók við liðinu tímabundið en flestir voru á því að svo yrði kallað á stærra nafn. Manchester United liðið vann hins vegar átta fyrstu leikina undir hans stjórn þar af sex fyrstu deildarleikina. Ole Gunnar var kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins í sínum fyrsta heila mánuði. United liðið náði alls í 25 stig í fyrstu níu deildarleikjum sínum undir stjórn Solskjær. Fyrsta tap Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United kom aftur á móti á heimavelli á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitunum og auk þess að tapa 2-0 á heimavelli þá missti United einnig Paul Pogba í leikbann en hann hafði verið frábær eftir að Solskjær mætti á svæðið. Paris Saint Germain var með stjörnuprýtt lið sem var búið að bíða lengi eftir því að fara alla leið í Meistaradeildinni. Útlitið var því ekki bjart og tap í seinni leiknum hefði mögulega getað þýtt að yfirmenn Manchester United myndu finna sér nýjan knattspyrnustjóra um sumarið. watch on YouTube Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans tókst hins vegar að fara til Parísar og sækja sér sigurinn sem liðið þurfti. Romelu Lukaku kom Manchester United í 2-0 á fyrsta hálftímanum og Marcus Rashford tryggði United síðan 3-1 sigur og sæti í átta liða úrslitunum með marki úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar sem lið tapar fyrri leiknum 2-0 á heimavelli en kemst samt áfram. Eftir þetta litla kraftaverk var fátt sem kom í veg fyrir að Solskjær yrði ráðinn knattspyrnustjóri til framtíðar. Leikurinn fór fram 6. mars og 28. mars skrifaði Solskjær undir þriggja ára samning um að taka við sem fastráðinn knattspyrnustjóri Manchester United. Liðið hafði þá unnið fjórtán af nítján leikjum sínum undir hans stjórn en það var samt sigurinn í París sem stóð upp úr. Þessi sigur í París fyrir nítján mánuðum og fjórtán dögum síðan er líka síðasti sigur Manchester United í Meistaradeildinni undir stjórn Solskjær því liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðustu leiktíð.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira