Fótbolti

Bruno fær að bera fyrir­liða­bandið rúmum átta mánuðum eftir komuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno á blaðamannafundinum í dag.
Bruno á blaðamannafundinum í dag. Matthew Peters/Manchester United

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Bruno Fernandes verði með fyrirliðabandið annað kvöld er liðið mætir PSG á útivelli í Meistaradeildinni.

Aðalfyrirliðinn Harry Maguire verður ekki með í leiknum vegna meiðsla og því fær Portúgalinn bandið, innan við tíu mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Sporting í Portúgal.

„Við vonum að Harry verði tilbúinn fyrir helgina en fyrirliðinn á morgun situr við hlið mér. Bruno verður fyrirliðinn á morgun,“ sagði Ole á blaðamannafundi í dag.

„Allir vilja vera í Meistaradeildinni og riðilinn er sterkur. Eitt lið komst alla leið í úrslit, Leipzig fór í undanúrslitin og við getum boðið Rafael velkominn aftur með Istanbul Basaksehir. Frábær riðill fyrir okkur.“

Man. United og PSG mætast í Frakklandi annað kvöld en Meistaradeildinni verður gerð góð skil á Stöð 2 Sport annað kvöld. Upphitun hefst 18.30 og allt verður gert upp að leikjunum loknum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.