Fótbolti

Dag­skráin í dag: Meistara­deildin fer af stað með stór­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá fræknum sigri United í fyrra.
Frá fræknum sigri United í fyrra. TF-Images/Getty Images

Meistaradeildin í knattspyrnu fer aftur af stað í dag og umfjöllunin verður vegleg á Stöð 2 Sport í vetur og sú veisla hefst í kvöld.

Dynamo Kiev mætir Juventus í fyrsta leik dagsins en Andrea Pirlo og lærisveinar hans í ítölsku meisturunum heimsækja Úkraínu. Flautað til leiks 16.55 en enginn Cristiano Ronaldo verður í leikmannahópi Juventus þar sem hann er enn að glíma við eftirköst kórónuveirunnar.

Meistaradeildarmessan er svo á dagskránni klukkan 18.30 og klukkan 19.00 er svo flautað til leiks í tveimur leikjum; Lazio og Dortmund annars vegar og PSG og Man. United og hins vegar.

United menn eiga góðar minningar frá París þar sem liðið vann frækinn sigur í Meistaradeildinni í mars 2019. Að öllum leikjum kvöldsins loknum verður þetta allt gert upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21.00.

Allar útsendingar dagsins má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.