Þrjú mörk skoruð en einungis eitt fékk að standa er Úlfarnir höfðu betur gegn Leeds

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úlfarnir ósáttir með ákvörðun Coote og hans manna.
Úlfarnir ósáttir með ákvörðun Coote og hans manna. Michael Regan/Getty Images

Úlfarnir eru með níu stig eftir fyrstu fimm leikina í enska boltanum eftir 1-0 útisigur á Leeds í síðasta leik 5. umferðarinnar.

Á sjöundu mínútu leiksins kom Patrick Bamford boltanum í netið eftir hornspyrnu en David Coote, dómari leiksins, dæmdi markið af eftir samtal við VARherbergið vegna rangstæðu.

Coote stóð í ströngu einnig um helgina en hann var í VAR-inu er Everton og Liverpool mættust. Mikið var rætt um umdeildar ákvarðanir hans eftir leikinn.

Markalaust í leikhléi en Úlfarnir komu boltanum í netið á 53. mínútu. Það gerði Romain Saiss með þrumuskoti en það mark var einnig dæmt af eftir rangstæðu.

Eina mark leiksins sem fékk að standa gerði Raul Jimenez á 70. mínútu. Skot hans fór af Kalvin Phillips og Illan Meisler átti enga möguleika í markinu. Lokatölur 1-0 sigur Úlfanna.

Úlfarnir eru í sjötta sætinu með níu stig en Leeds er í því tíunda með sjö stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.