Erlent

Hægri­sinnaður þjóð­ernis­sinni kjörinn for­seti á Norður-Kýpur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ersin Tatar fór með sigur af hólmi í kosningunum í gær.
Ersin Tatar fór með sigur af hólmi í kosningunum í gær. Getty/Muhammet Äkbal Arslan

Hægrisinnaði þjóðernissinninn Ersin Tatar fór með sigur af hólmi á Norður-Kýpur í forsetakosningum sem fram fóru þar í gær.

Norðurhluti Kýpur lýtur stjórn Tyrkja á meðan suður hluti eyjarinnar er hallur undir Grikki, en ríkin tvö hafa tekist á um Kýpur í áraraðir.

Nýi forsetinn er mikill stuðningsmaður Erdogans Tyrklandsforseta og vill að Kýpur verði tvö sjálfstæð ríki.

Sitjandi forseti, sem einnig var í framboði nú var hins vegar á því að sameina ætti eyjuna að fullu.

Kýpur hefur í raun verið skipt í tvennt síðan árið 1974 þegar Tyrkir gerðu innrás á norðurhluta eyjarinnar en innrásin var gerð til að brjóta á bak aftur valdarán hersins á Kýpur, sem Grikkir höfðu stutt við bakið á.

Þetta varð til þess að eyjan er í raun tvö aðskild ríki, en Norður-Kýpur er þó ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af neinum þjóðum, nema Tyrkjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×