Innlent

Sprengi­sandur: Að­stoð sveitar­fé­laga og frelsis­um­ræða á tímum heims­far­aldurs

Sylvía Hall skrifar
Bjarni Már Magnússon lagaprófessor við HR og Kristrún Frostadóttir hagfræðingur eru á meðal gesta.
Bjarni Már Magnússon lagaprófessor við HR og Kristrún Frostadóttir hagfræðingur eru á meðal gesta. aðsend

Kristrún Frostadóttir hagfræðingur mætir fyrst manna - við tökum upp þráðinn frá því fyrir viku þar sem verið var að fjalla um sveitarfélögin og þá aðstoð sem þau geta veitt borgurunum á þessum tímum. Kristrún afjúpar eitt og annað um það mál allt.

Guðfinna Harpa Arnardóttir formaður Landsambands Sauðfjárbænda og Haraldur Benediktsson alþingismaður ætla að leggja út af orðum landbúnaðarráðherra um lífsstílsbændur og afkomu þeirra - gæti kórónuveirufaraldurinn orðið björgunarhringur og tækifæri sauðfjárræktarinnar, lambakjötsins sem fylgt hefur okkur svo lengi?

Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur mætir og fjallar um framtíð orkuframleiðslu, -sölu og dreifingar. Gæti verið að þetta tal allt um nauðsyn nýrra virkjana innan fárra ára sé bara einmitt það - tal en ekkert annað. Bjarni er gagnrýninn á umræðu um orkumál á Íslandi.

Bjarni Már Magnússon lagaprófessor við HR er síðastur á dagskrá en hann er aldeilis ósammála því að nú sé ekki rétti tíminn til að fjalla um frelsi heldur sé það einmitt nauðsynlegt. Spurningu eins og þeirri hvort nú eigi sér stað þróun sem færir okkur frá lýðræðislegum stjórnarháttum þar sem sérfræðingar fái afhent ákvörðunarvald um mjög íþyngjandi aðgerðir, með lítilli eða jafnvel engri aðkomu kjörinna fulltrúa, sé nauðsynlegt að svara.

Hér að neðan má hlusta á Sprengisand í beinni útsendingu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×