Fótbolti

Barcelona tapaði fyrir Getafe

Ísak Hallmundarson skrifar
Lionel Messi var að vonum niðurlútur eftir leik í dag.
Lionel Messi var að vonum niðurlútur eftir leik í dag. getty/Burak Akbulut

Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jaime Mata skoraði eina mark leiksins fyrir Getafe úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Barcelona stýrði leiknum og var 73% með boltann en liðið náði þó ekki að skapa sér mikið af færum og áttu leikmenn Getafe fleiri marktilraunir.

Tapið þýðir að Barcelona mistókst að komast í toppsætið og situr liðið núna í 9. sæti deildarinnar með sjö stig á meðan Getafe fór upp í annað sætið með tíu stig. Barcelona hefur þó bara spilað fjóra leiki á tímabilinu en efstu lið deildarinnar hafa spilað fimm leiki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.