Fékk bætur og afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 17:44 Páll Sverrisson stefndi Læknafélagi Íslands eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Páll Sverrisson hefur fengið milljónir króna í bætur vegna ítrekaðra birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann af hálfu dómstóla. Þar að auki hefur hann fengið skriflega afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra vegna málsins. Páll staðfesti þetta í samtali við RÚV og sagði hann ríkislögmann, sem árið 2018 komst að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga persónuupplýsinga, hafi boðið honum 200 þúsund krónur í bætur. Ef því yrði ekki tekið gæti hann leitað til dómstóla. Vissi ekki um upplýsingarnar sjálfur Haustið 2011 birtist umfjöllun í Læknablaðinu sem sneri að deilu tveggja lækna um alvarlega áverka sem Páll hlaut við byltu. Í blaðinu birtist úrskurður siðanefndar Læknafélags Íslands, þar sem annar læknirinn hafði kært hinn. Í blaðinu birtust viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám Páls, upplýsingar sem hann vissi ekki einu sinni um sjálfur. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöð að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls. Páll höfðaði síðar skaðabótamál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins. Fór svo að Páll fékk skaðabætur frá blaðinu og Læknafélaginu. Málið Páls var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness árið 2013 og Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2016 en í júní 2016 úrskurðaði Persónuvernd að vinnsla dómstólanna á persónuupplýsingum Páls hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hæstiréttur fjallaði einnig um mál Páls og var, eftir að dómar féllu hjá dómstólunum, nafn hans birt á vefsíðu dómstóla auk þess sem upplýsingar um heilsufar hans var þar að finna. Hefði farið með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu Páll segir í samtali við RÚV að bæturnar sem hann hafi fengið hafi verið töluvert lægri en þær sem hann fór fram á. Bæturnar dugi ekki fyrir kostnaði hans við málið. Vegna ástandsins í samfélaginu hafi hann ákveðið að samþykkja sættir, en ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn hefði hann leitað til mannréttindadómstóls Evrópu. Dómsmál Dómstólar Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Páll Sverrisson hefur fengið milljónir króna í bætur vegna ítrekaðra birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann af hálfu dómstóla. Þar að auki hefur hann fengið skriflega afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra vegna málsins. Páll staðfesti þetta í samtali við RÚV og sagði hann ríkislögmann, sem árið 2018 komst að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga persónuupplýsinga, hafi boðið honum 200 þúsund krónur í bætur. Ef því yrði ekki tekið gæti hann leitað til dómstóla. Vissi ekki um upplýsingarnar sjálfur Haustið 2011 birtist umfjöllun í Læknablaðinu sem sneri að deilu tveggja lækna um alvarlega áverka sem Páll hlaut við byltu. Í blaðinu birtist úrskurður siðanefndar Læknafélags Íslands, þar sem annar læknirinn hafði kært hinn. Í blaðinu birtust viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám Páls, upplýsingar sem hann vissi ekki einu sinni um sjálfur. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöð að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls. Páll höfðaði síðar skaðabótamál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins. Fór svo að Páll fékk skaðabætur frá blaðinu og Læknafélaginu. Málið Páls var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness árið 2013 og Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2016 en í júní 2016 úrskurðaði Persónuvernd að vinnsla dómstólanna á persónuupplýsingum Páls hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hæstiréttur fjallaði einnig um mál Páls og var, eftir að dómar féllu hjá dómstólunum, nafn hans birt á vefsíðu dómstóla auk þess sem upplýsingar um heilsufar hans var þar að finna. Hefði farið með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu Páll segir í samtali við RÚV að bæturnar sem hann hafi fengið hafi verið töluvert lægri en þær sem hann fór fram á. Bæturnar dugi ekki fyrir kostnaði hans við málið. Vegna ástandsins í samfélaginu hafi hann ákveðið að samþykkja sættir, en ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn hefði hann leitað til mannréttindadómstóls Evrópu.
Dómsmál Dómstólar Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira