Vill tíu milljónir í skaðabætur - Álíka mál þekkist ekki í heiminum 17. desember 2012 16:14 Úr Héraðsdómi Reykjaness Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag en vitnaleiðslur fóru fram í síðustu viku. Málið snýst í stuttu máli um það að síðastliðið haust birtist úrskurður siðanefndar í máli tveggja lækna, sem Páll flæktist inn í. Í deilu læknanna komu upplýsingarnar úr sjúkraskránni fram og voru þær birtar í blaðinu. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Páls, sagði fyrir dómi að málið væri einstakt og fordæmalaust - álíka mál þekkist ekki hér á landi og í öðrum löndum. „Hann er fórnarlamb alvarlegra mistaka, sem felst í því að viðkvæmar persónuupplýsingar um hann voru birtar opinberlega. Eina sem stefnandi (Páll) gerði var að leita sér læknisaðstoðar vegna meiðsla hann hafði orðið fyrir - en hann situr hinsvegar uppi með uppi með það að upplýsingar um hann eru á hvers manns vitorði," sagði Sigurður Kári. Í úrskurðinum kom nafn hans ekki fram en Sigurður Kári sagði fyrir dómara í dag, að þar hefði komið fram tiltekið óhapp sem hann varð fyrir, að tiltekið bein hafi brotnað og að óhappið hafi orðið á litlum þéttbýlisstað á Austurlandi. „Þegar allar þessar upplýsingar koma saman geta allir þeir sem þekkja hann gefið sér um hvern var að ræða." Sjálfur frétti Páll ekki af málinu fyrr en hann fékk ábendingu um að fjallað væri um úrskurðinn á vef Pressunnar. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskránni í blaðinu - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Sigurður Kári sagði að upplýsingar úr sjúkraskrám væru líklega viðkvæmustu upplýsingar sem til eru. „Þær finnast ekki persónulegri, þær geyma heilsufarssögu fólks frá vöggu til grafar," sagði hann. Þá kom fram að birtingin í blaðinu hafi haft mikil áhrif á hann sjálfur myndi Páll lýsa því þannig að líf sitt væri í rúst, málið myndi hvíla á sér eins og mara. Þá myndi hann ekki treysta sér til að leita læknsiaðstoðar af ótta við það að sagan myndi endurtaka sig, og myndi ekki treysta sér til að fara í sjávarplássið á Austurlandi, þar sem honum finnist hann hafa verið gerður útlægur. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Læknafélagsins og ritstjóra Læknablaðsins, sagði meðal annars fyrir dómi að ljóst væri að mistök hefðu átt sér stað. Það hafi ekki verið ásetningur að birta upplýsingarnar í blaðinu. „Siðanefndinni er mjög umhugað um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins," sagði hún og benti á að Páll hafi verið beðinn afsökunar eins fljótt og hægt var, eftir að mistökin uppgötvuðust. Lögmaðurinn sagði að Páll hafi sjálfur haft samband við fjölmiðla, undir nafni og mynd, þar sem hann sagði að umræddur úrskurður ætti við um sig. Sigurður Kári sagði að sá rökstuðningur Læknafélagsins og ritstjóra blaðsins væri „ótrúlega ófyrirleitin" - hann væri ekki sökudólgurinn í málinu. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag en vitnaleiðslur fóru fram í síðustu viku. Málið snýst í stuttu máli um það að síðastliðið haust birtist úrskurður siðanefndar í máli tveggja lækna, sem Páll flæktist inn í. Í deilu læknanna komu upplýsingarnar úr sjúkraskránni fram og voru þær birtar í blaðinu. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Páls, sagði fyrir dómi að málið væri einstakt og fordæmalaust - álíka mál þekkist ekki hér á landi og í öðrum löndum. „Hann er fórnarlamb alvarlegra mistaka, sem felst í því að viðkvæmar persónuupplýsingar um hann voru birtar opinberlega. Eina sem stefnandi (Páll) gerði var að leita sér læknisaðstoðar vegna meiðsla hann hafði orðið fyrir - en hann situr hinsvegar uppi með uppi með það að upplýsingar um hann eru á hvers manns vitorði," sagði Sigurður Kári. Í úrskurðinum kom nafn hans ekki fram en Sigurður Kári sagði fyrir dómara í dag, að þar hefði komið fram tiltekið óhapp sem hann varð fyrir, að tiltekið bein hafi brotnað og að óhappið hafi orðið á litlum þéttbýlisstað á Austurlandi. „Þegar allar þessar upplýsingar koma saman geta allir þeir sem þekkja hann gefið sér um hvern var að ræða." Sjálfur frétti Páll ekki af málinu fyrr en hann fékk ábendingu um að fjallað væri um úrskurðinn á vef Pressunnar. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskránni í blaðinu - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Sigurður Kári sagði að upplýsingar úr sjúkraskrám væru líklega viðkvæmustu upplýsingar sem til eru. „Þær finnast ekki persónulegri, þær geyma heilsufarssögu fólks frá vöggu til grafar," sagði hann. Þá kom fram að birtingin í blaðinu hafi haft mikil áhrif á hann sjálfur myndi Páll lýsa því þannig að líf sitt væri í rúst, málið myndi hvíla á sér eins og mara. Þá myndi hann ekki treysta sér til að leita læknsiaðstoðar af ótta við það að sagan myndi endurtaka sig, og myndi ekki treysta sér til að fara í sjávarplássið á Austurlandi, þar sem honum finnist hann hafa verið gerður útlægur. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Læknafélagsins og ritstjóra Læknablaðsins, sagði meðal annars fyrir dómi að ljóst væri að mistök hefðu átt sér stað. Það hafi ekki verið ásetningur að birta upplýsingarnar í blaðinu. „Siðanefndinni er mjög umhugað um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins," sagði hún og benti á að Páll hafi verið beðinn afsökunar eins fljótt og hægt var, eftir að mistökin uppgötvuðust. Lögmaðurinn sagði að Páll hafi sjálfur haft samband við fjölmiðla, undir nafni og mynd, þar sem hann sagði að umræddur úrskurður ætti við um sig. Sigurður Kári sagði að sá rökstuðningur Læknafélagsins og ritstjóra blaðsins væri „ótrúlega ófyrirleitin" - hann væri ekki sökudólgurinn í málinu.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira