Vill tíu milljónir í skaðabætur - Álíka mál þekkist ekki í heiminum 17. desember 2012 16:14 Úr Héraðsdómi Reykjaness Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag en vitnaleiðslur fóru fram í síðustu viku. Málið snýst í stuttu máli um það að síðastliðið haust birtist úrskurður siðanefndar í máli tveggja lækna, sem Páll flæktist inn í. Í deilu læknanna komu upplýsingarnar úr sjúkraskránni fram og voru þær birtar í blaðinu. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Páls, sagði fyrir dómi að málið væri einstakt og fordæmalaust - álíka mál þekkist ekki hér á landi og í öðrum löndum. „Hann er fórnarlamb alvarlegra mistaka, sem felst í því að viðkvæmar persónuupplýsingar um hann voru birtar opinberlega. Eina sem stefnandi (Páll) gerði var að leita sér læknisaðstoðar vegna meiðsla hann hafði orðið fyrir - en hann situr hinsvegar uppi með uppi með það að upplýsingar um hann eru á hvers manns vitorði," sagði Sigurður Kári. Í úrskurðinum kom nafn hans ekki fram en Sigurður Kári sagði fyrir dómara í dag, að þar hefði komið fram tiltekið óhapp sem hann varð fyrir, að tiltekið bein hafi brotnað og að óhappið hafi orðið á litlum þéttbýlisstað á Austurlandi. „Þegar allar þessar upplýsingar koma saman geta allir þeir sem þekkja hann gefið sér um hvern var að ræða." Sjálfur frétti Páll ekki af málinu fyrr en hann fékk ábendingu um að fjallað væri um úrskurðinn á vef Pressunnar. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskránni í blaðinu - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Sigurður Kári sagði að upplýsingar úr sjúkraskrám væru líklega viðkvæmustu upplýsingar sem til eru. „Þær finnast ekki persónulegri, þær geyma heilsufarssögu fólks frá vöggu til grafar," sagði hann. Þá kom fram að birtingin í blaðinu hafi haft mikil áhrif á hann sjálfur myndi Páll lýsa því þannig að líf sitt væri í rúst, málið myndi hvíla á sér eins og mara. Þá myndi hann ekki treysta sér til að leita læknsiaðstoðar af ótta við það að sagan myndi endurtaka sig, og myndi ekki treysta sér til að fara í sjávarplássið á Austurlandi, þar sem honum finnist hann hafa verið gerður útlægur. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Læknafélagsins og ritstjóra Læknablaðsins, sagði meðal annars fyrir dómi að ljóst væri að mistök hefðu átt sér stað. Það hafi ekki verið ásetningur að birta upplýsingarnar í blaðinu. „Siðanefndinni er mjög umhugað um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins," sagði hún og benti á að Páll hafi verið beðinn afsökunar eins fljótt og hægt var, eftir að mistökin uppgötvuðust. Lögmaðurinn sagði að Páll hafi sjálfur haft samband við fjölmiðla, undir nafni og mynd, þar sem hann sagði að umræddur úrskurður ætti við um sig. Sigurður Kári sagði að sá rökstuðningur Læknafélagsins og ritstjóra blaðsins væri „ótrúlega ófyrirleitin" - hann væri ekki sökudólgurinn í málinu. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag en vitnaleiðslur fóru fram í síðustu viku. Málið snýst í stuttu máli um það að síðastliðið haust birtist úrskurður siðanefndar í máli tveggja lækna, sem Páll flæktist inn í. Í deilu læknanna komu upplýsingarnar úr sjúkraskránni fram og voru þær birtar í blaðinu. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Páls, sagði fyrir dómi að málið væri einstakt og fordæmalaust - álíka mál þekkist ekki hér á landi og í öðrum löndum. „Hann er fórnarlamb alvarlegra mistaka, sem felst í því að viðkvæmar persónuupplýsingar um hann voru birtar opinberlega. Eina sem stefnandi (Páll) gerði var að leita sér læknisaðstoðar vegna meiðsla hann hafði orðið fyrir - en hann situr hinsvegar uppi með uppi með það að upplýsingar um hann eru á hvers manns vitorði," sagði Sigurður Kári. Í úrskurðinum kom nafn hans ekki fram en Sigurður Kári sagði fyrir dómara í dag, að þar hefði komið fram tiltekið óhapp sem hann varð fyrir, að tiltekið bein hafi brotnað og að óhappið hafi orðið á litlum þéttbýlisstað á Austurlandi. „Þegar allar þessar upplýsingar koma saman geta allir þeir sem þekkja hann gefið sér um hvern var að ræða." Sjálfur frétti Páll ekki af málinu fyrr en hann fékk ábendingu um að fjallað væri um úrskurðinn á vef Pressunnar. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskránni í blaðinu - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Sigurður Kári sagði að upplýsingar úr sjúkraskrám væru líklega viðkvæmustu upplýsingar sem til eru. „Þær finnast ekki persónulegri, þær geyma heilsufarssögu fólks frá vöggu til grafar," sagði hann. Þá kom fram að birtingin í blaðinu hafi haft mikil áhrif á hann sjálfur myndi Páll lýsa því þannig að líf sitt væri í rúst, málið myndi hvíla á sér eins og mara. Þá myndi hann ekki treysta sér til að leita læknsiaðstoðar af ótta við það að sagan myndi endurtaka sig, og myndi ekki treysta sér til að fara í sjávarplássið á Austurlandi, þar sem honum finnist hann hafa verið gerður útlægur. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Læknafélagsins og ritstjóra Læknablaðsins, sagði meðal annars fyrir dómi að ljóst væri að mistök hefðu átt sér stað. Það hafi ekki verið ásetningur að birta upplýsingarnar í blaðinu. „Siðanefndinni er mjög umhugað um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins," sagði hún og benti á að Páll hafi verið beðinn afsökunar eins fljótt og hægt var, eftir að mistökin uppgötvuðust. Lögmaðurinn sagði að Páll hafi sjálfur haft samband við fjölmiðla, undir nafni og mynd, þar sem hann sagði að umræddur úrskurður ætti við um sig. Sigurður Kári sagði að sá rökstuðningur Læknafélagsins og ritstjóra blaðsins væri „ótrúlega ófyrirleitin" - hann væri ekki sökudólgurinn í málinu.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira