Vill tíu milljónir í skaðabætur - Álíka mál þekkist ekki í heiminum 17. desember 2012 16:14 Úr Héraðsdómi Reykjaness Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag en vitnaleiðslur fóru fram í síðustu viku. Málið snýst í stuttu máli um það að síðastliðið haust birtist úrskurður siðanefndar í máli tveggja lækna, sem Páll flæktist inn í. Í deilu læknanna komu upplýsingarnar úr sjúkraskránni fram og voru þær birtar í blaðinu. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Páls, sagði fyrir dómi að málið væri einstakt og fordæmalaust - álíka mál þekkist ekki hér á landi og í öðrum löndum. „Hann er fórnarlamb alvarlegra mistaka, sem felst í því að viðkvæmar persónuupplýsingar um hann voru birtar opinberlega. Eina sem stefnandi (Páll) gerði var að leita sér læknisaðstoðar vegna meiðsla hann hafði orðið fyrir - en hann situr hinsvegar uppi með uppi með það að upplýsingar um hann eru á hvers manns vitorði," sagði Sigurður Kári. Í úrskurðinum kom nafn hans ekki fram en Sigurður Kári sagði fyrir dómara í dag, að þar hefði komið fram tiltekið óhapp sem hann varð fyrir, að tiltekið bein hafi brotnað og að óhappið hafi orðið á litlum þéttbýlisstað á Austurlandi. „Þegar allar þessar upplýsingar koma saman geta allir þeir sem þekkja hann gefið sér um hvern var að ræða." Sjálfur frétti Páll ekki af málinu fyrr en hann fékk ábendingu um að fjallað væri um úrskurðinn á vef Pressunnar. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskránni í blaðinu - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Sigurður Kári sagði að upplýsingar úr sjúkraskrám væru líklega viðkvæmustu upplýsingar sem til eru. „Þær finnast ekki persónulegri, þær geyma heilsufarssögu fólks frá vöggu til grafar," sagði hann. Þá kom fram að birtingin í blaðinu hafi haft mikil áhrif á hann sjálfur myndi Páll lýsa því þannig að líf sitt væri í rúst, málið myndi hvíla á sér eins og mara. Þá myndi hann ekki treysta sér til að leita læknsiaðstoðar af ótta við það að sagan myndi endurtaka sig, og myndi ekki treysta sér til að fara í sjávarplássið á Austurlandi, þar sem honum finnist hann hafa verið gerður útlægur. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Læknafélagsins og ritstjóra Læknablaðsins, sagði meðal annars fyrir dómi að ljóst væri að mistök hefðu átt sér stað. Það hafi ekki verið ásetningur að birta upplýsingarnar í blaðinu. „Siðanefndinni er mjög umhugað um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins," sagði hún og benti á að Páll hafi verið beðinn afsökunar eins fljótt og hægt var, eftir að mistökin uppgötvuðust. Lögmaðurinn sagði að Páll hafi sjálfur haft samband við fjölmiðla, undir nafni og mynd, þar sem hann sagði að umræddur úrskurður ætti við um sig. Sigurður Kári sagði að sá rökstuðningur Læknafélagsins og ritstjóra blaðsins væri „ótrúlega ófyrirleitin" - hann væri ekki sökudólgurinn í málinu. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag en vitnaleiðslur fóru fram í síðustu viku. Málið snýst í stuttu máli um það að síðastliðið haust birtist úrskurður siðanefndar í máli tveggja lækna, sem Páll flæktist inn í. Í deilu læknanna komu upplýsingarnar úr sjúkraskránni fram og voru þær birtar í blaðinu. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Páls, sagði fyrir dómi að málið væri einstakt og fordæmalaust - álíka mál þekkist ekki hér á landi og í öðrum löndum. „Hann er fórnarlamb alvarlegra mistaka, sem felst í því að viðkvæmar persónuupplýsingar um hann voru birtar opinberlega. Eina sem stefnandi (Páll) gerði var að leita sér læknisaðstoðar vegna meiðsla hann hafði orðið fyrir - en hann situr hinsvegar uppi með uppi með það að upplýsingar um hann eru á hvers manns vitorði," sagði Sigurður Kári. Í úrskurðinum kom nafn hans ekki fram en Sigurður Kári sagði fyrir dómara í dag, að þar hefði komið fram tiltekið óhapp sem hann varð fyrir, að tiltekið bein hafi brotnað og að óhappið hafi orðið á litlum þéttbýlisstað á Austurlandi. „Þegar allar þessar upplýsingar koma saman geta allir þeir sem þekkja hann gefið sér um hvern var að ræða." Sjálfur frétti Páll ekki af málinu fyrr en hann fékk ábendingu um að fjallað væri um úrskurðinn á vef Pressunnar. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskránni í blaðinu - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Sigurður Kári sagði að upplýsingar úr sjúkraskrám væru líklega viðkvæmustu upplýsingar sem til eru. „Þær finnast ekki persónulegri, þær geyma heilsufarssögu fólks frá vöggu til grafar," sagði hann. Þá kom fram að birtingin í blaðinu hafi haft mikil áhrif á hann sjálfur myndi Páll lýsa því þannig að líf sitt væri í rúst, málið myndi hvíla á sér eins og mara. Þá myndi hann ekki treysta sér til að leita læknsiaðstoðar af ótta við það að sagan myndi endurtaka sig, og myndi ekki treysta sér til að fara í sjávarplássið á Austurlandi, þar sem honum finnist hann hafa verið gerður útlægur. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Læknafélagsins og ritstjóra Læknablaðsins, sagði meðal annars fyrir dómi að ljóst væri að mistök hefðu átt sér stað. Það hafi ekki verið ásetningur að birta upplýsingarnar í blaðinu. „Siðanefndinni er mjög umhugað um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins," sagði hún og benti á að Páll hafi verið beðinn afsökunar eins fljótt og hægt var, eftir að mistökin uppgötvuðust. Lögmaðurinn sagði að Páll hafi sjálfur haft samband við fjölmiðla, undir nafni og mynd, þar sem hann sagði að umræddur úrskurður ætti við um sig. Sigurður Kári sagði að sá rökstuðningur Læknafélagsins og ritstjóra blaðsins væri „ótrúlega ófyrirleitin" - hann væri ekki sökudólgurinn í málinu.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira