Wenger segir að rimmurnar við Ferguson hafi breytt sér í skrímsli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2020 17:00 Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson voru svarnir óvinir þótt þeim sé ágætlega til vina í dag. getty/Clive Mason Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, segir að rimmurnar eftirminnilegu við Sir Alex Ferguson hafi breytt sér í skrímsli. Mikill rígur var á milli Wenger og Fergusons og Arsenal og Manchester United í um áratug og oftar en ekki sauð upp úr í leikjum liðanna. Wenger segir að glíman við Ferguson hafi dregið fram það versta í sér. „Hann var minn helsti andstæðingur í tíu ár. Þetta var alvöru samkeppni, annað hvort ég eða þú,“ sagði Wenger í The Graham Norton Show á BBC. „Það er sársaukafullt að tapa og mér leið alltaf eins og ég væri líkamlega veikur þegar ég tapaði. Þegar ég var yngri hélt ég að ég myndi ekki endast í stjórastarfinu því það er svo mikið undir og ég svo tapsár.“ Wenger segir að fótboltinn og þjálfun hafi átt hug hans allan, þannig að annað komst ekki að. „Fótboltinn var allt. Þú verður að finna tilgang í lífinu og fótboltinn hafði tilgang fyrir mig. Þegar ég horfi til baka er ógnvekjandi hversu mikilvægur fótboltinn var mér. Af hverju fórnaði ég svona miklu, lifði hálfgerðu munkalífi og vildi ekki vita neitt annað?“ sagði Wenger. Frakkinn stýrði Arsenal í 22 ár og gerði liðið þrisvar sinnum að Englandsmeisturum og sjö sinnum að bikarmeisturum. Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Sjá meira
Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, segir að rimmurnar eftirminnilegu við Sir Alex Ferguson hafi breytt sér í skrímsli. Mikill rígur var á milli Wenger og Fergusons og Arsenal og Manchester United í um áratug og oftar en ekki sauð upp úr í leikjum liðanna. Wenger segir að glíman við Ferguson hafi dregið fram það versta í sér. „Hann var minn helsti andstæðingur í tíu ár. Þetta var alvöru samkeppni, annað hvort ég eða þú,“ sagði Wenger í The Graham Norton Show á BBC. „Það er sársaukafullt að tapa og mér leið alltaf eins og ég væri líkamlega veikur þegar ég tapaði. Þegar ég var yngri hélt ég að ég myndi ekki endast í stjórastarfinu því það er svo mikið undir og ég svo tapsár.“ Wenger segir að fótboltinn og þjálfun hafi átt hug hans allan, þannig að annað komst ekki að. „Fótboltinn var allt. Þú verður að finna tilgang í lífinu og fótboltinn hafði tilgang fyrir mig. Þegar ég horfi til baka er ógnvekjandi hversu mikilvægur fótboltinn var mér. Af hverju fórnaði ég svona miklu, lifði hálfgerðu munkalífi og vildi ekki vita neitt annað?“ sagði Wenger. Frakkinn stýrði Arsenal í 22 ár og gerði liðið þrisvar sinnum að Englandsmeisturum og sjö sinnum að bikarmeisturum.
Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Sjá meira