„Mjög góður“ leigubílstjóri kom Arnari til bjargar í ævintýraferð heim til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 12:00 Arnar Þór Viðarsson sat í fimm tíma í leigubíl til að komast út á völl. Samsett/Getty Ævintýri Arnars Þórs Viðarssonar eru komnar í heimsfréttirnar enda ekki á hverjum degi sem menn stýra sitthvoru fótboltalandsliði tvo daga í röð og það í mismunandi löndum. Arnar Þór Viðarsson fékk góða aðstoð við að koma sér yfir Ermarsundið og út á flugvöll til að ná flugi heim til Íslands í tæka tíð fyrir landsleikinn á móti Belgíu. Reuters fjallaði um „neyðarþjálfara“ íslenska landsliðsins í leiknum á móti Belgíu en blaðamaður þessarar þekktu fréttastofu ræddi við Arnar Þór Viðarsson um ævintýri hans aðfaranótt miðvikudagsins 14 október 2020. Arnar Þór Viðarsson var nýbúinn að stýra íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á móti Lúxemborg þegar fréttist af vandræðum þjálfarateymis íslenska landsliðsins en allt starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví. Arnar er ekki aðeins þjálfari 21 árs landsliðsins heldur er hann einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Yfirmenn hans hjá KSÍ ákváðu að hann myndi koma strax heim og stýra liðinu með Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara sautján ára landsliðsins. Arnar keyrði fyrst 250 kílómetra leið frá Lúxemborg til heimilis síns í Lokeren. Þar skildi hann eftir bílinn sinn og tók síðan leigubíl frá Lokeren til flugvallarins í Luton. Sú leið er rúmlega 400 kílómetrar og má áætla að þeir félagar hafi verið um fimm klukkutíma á leiðinni. „Sem betur fer þá fékk ég mjög góðan leigubílstjóra sem keyrði mig á flugvöllinn í Luton. Ég náði að sofa aðeins í bílnum. Þaðan tók ég flug heim til Íslands um morguninn. Þetta var ævintýri,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í samtali við Reuters. „Þetta snerist aðallega um það að það varð að vera þjálfari á bekknum með nauðsynleg réttindi og einhver sem gæti komið með andlegan stuðning,“ sagði Arnar Þór. „Við unnum mikilvægan leik á móti Rúmeníu í síðustu viku og sá leikur var í forgangi. Þessi leikur var góð reynsla fyrir mikil og tækifæri til að keppa á móti besta liði heims,“ sagði Arnar Þór. Hér má sjá mögulega leið leigubílstjórans frá Lokern og út á flugvöll í Luton á Englandi.GoogleMaps Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Ævintýri Arnars Þórs Viðarssonar eru komnar í heimsfréttirnar enda ekki á hverjum degi sem menn stýra sitthvoru fótboltalandsliði tvo daga í röð og það í mismunandi löndum. Arnar Þór Viðarsson fékk góða aðstoð við að koma sér yfir Ermarsundið og út á flugvöll til að ná flugi heim til Íslands í tæka tíð fyrir landsleikinn á móti Belgíu. Reuters fjallaði um „neyðarþjálfara“ íslenska landsliðsins í leiknum á móti Belgíu en blaðamaður þessarar þekktu fréttastofu ræddi við Arnar Þór Viðarsson um ævintýri hans aðfaranótt miðvikudagsins 14 október 2020. Arnar Þór Viðarsson var nýbúinn að stýra íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á móti Lúxemborg þegar fréttist af vandræðum þjálfarateymis íslenska landsliðsins en allt starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví. Arnar er ekki aðeins þjálfari 21 árs landsliðsins heldur er hann einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Yfirmenn hans hjá KSÍ ákváðu að hann myndi koma strax heim og stýra liðinu með Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara sautján ára landsliðsins. Arnar keyrði fyrst 250 kílómetra leið frá Lúxemborg til heimilis síns í Lokeren. Þar skildi hann eftir bílinn sinn og tók síðan leigubíl frá Lokeren til flugvallarins í Luton. Sú leið er rúmlega 400 kílómetrar og má áætla að þeir félagar hafi verið um fimm klukkutíma á leiðinni. „Sem betur fer þá fékk ég mjög góðan leigubílstjóra sem keyrði mig á flugvöllinn í Luton. Ég náði að sofa aðeins í bílnum. Þaðan tók ég flug heim til Íslands um morguninn. Þetta var ævintýri,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í samtali við Reuters. „Þetta snerist aðallega um það að það varð að vera þjálfari á bekknum með nauðsynleg réttindi og einhver sem gæti komið með andlegan stuðning,“ sagði Arnar Þór. „Við unnum mikilvægan leik á móti Rúmeníu í síðustu viku og sá leikur var í forgangi. Þessi leikur var góð reynsla fyrir mikil og tækifæri til að keppa á móti besta liði heims,“ sagði Arnar Þór. Hér má sjá mögulega leið leigubílstjórans frá Lokern og út á flugvöll í Luton á Englandi.GoogleMaps
Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira