Össur sveittur við símann eftir að Pétur á Sögu gaf upp símanúmer hans Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2020 12:23 Össur segist ekki vita hvort meistari Pétur gaf upp símanúmer hans af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara. visir/vilhelm/getty Össur Skarphéðinsson fyrrverandi alþingismaður veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta og greinir frá hremmingum sínum í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. En svo er mál með vexti að Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu gaf upp símanúmer Össurar í tengslum við undirskriftasöfnun til stuðnings hinni umdeildu nýju stjórnarskrá. Vilji menn rita þar nafn sitt sé ein leið sú að hringja í téð símanúmer og sá sem þar yrði fyrir svörum sæi til þess að þar yrði sett amen eftir efninu. „Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun símanúmer mitt sem tengil við söfnun undirskrifta,“ segir Össur sem kann vel þá kúnst að gera grín að sjálfum sér, sem öðrum. Pétur átti sæti í stjórnlagaráði sem var skipað til að gera tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands 2011. Margir úr þeim hópi, sem og aðrir, hafa að undanförnu barist hart fyrir því að undanförnu að sú vinna fari ekki í vaskinn. Allir raftar á flot dregnir, hvort sem þeir eru kallaðir eða ekki. „Ég er allsendis ótengdur hópnum kringum stjórnarskrána en styð hann heils hugar. Nú sit ég önnum kafinn við að taka niður nöfn fólks sem hringir jafnvel utan út heimi og vill nýja stjórnarskrá. Ekki veit ég hvort meistari Pétur gerði þetta af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara…“ Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun...Posted by Össur Skarphéðinsson on Fimmtudagur, 15. október 2020 Stjórnarskrá Stjórnsýsla Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 „Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi alþingismaður veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta og greinir frá hremmingum sínum í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. En svo er mál með vexti að Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu gaf upp símanúmer Össurar í tengslum við undirskriftasöfnun til stuðnings hinni umdeildu nýju stjórnarskrá. Vilji menn rita þar nafn sitt sé ein leið sú að hringja í téð símanúmer og sá sem þar yrði fyrir svörum sæi til þess að þar yrði sett amen eftir efninu. „Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun símanúmer mitt sem tengil við söfnun undirskrifta,“ segir Össur sem kann vel þá kúnst að gera grín að sjálfum sér, sem öðrum. Pétur átti sæti í stjórnlagaráði sem var skipað til að gera tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands 2011. Margir úr þeim hópi, sem og aðrir, hafa að undanförnu barist hart fyrir því að undanförnu að sú vinna fari ekki í vaskinn. Allir raftar á flot dregnir, hvort sem þeir eru kallaðir eða ekki. „Ég er allsendis ótengdur hópnum kringum stjórnarskrána en styð hann heils hugar. Nú sit ég önnum kafinn við að taka niður nöfn fólks sem hringir jafnvel utan út heimi og vill nýja stjórnarskrá. Ekki veit ég hvort meistari Pétur gerði þetta af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara…“ Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun...Posted by Össur Skarphéðinsson on Fimmtudagur, 15. október 2020
Stjórnarskrá Stjórnsýsla Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 „Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31
Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26
„Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48