Fótbolti

Martinez vildi meina að Luka­ku hefði átt að fá tvær víta­spyrnur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martinez sagði að þetta hafi verið víti. Dómarinn lét sér fátt um finnast og dæmdi ekkert.
Martinez sagði að þetta hafi verið víti. Dómarinn lét sér fátt um finnast og dæmdi ekkert. AP Photo/Brynjar Gunnarsson

Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með sigurinn á Laugardalsvelli í kvöld við erfiðar aðstæður. Hann vildi þó fá aðra vítaspyrnu.

„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir margar sakir. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem bæði lið eiga þrjá leiki einu og sama landsleikjahléinu. Það eitt og sér veldur ákveðnum vandamálum. Völlurinn var erfiður fyrir bæði lið. Það var erfitt að halda í boltann og spila þann fótbolta sem við viljum spila. Íslenska liðið var mjög vel skipulagt, þeir töluðu vel saman, hjálpuðu hvor öðrum og voru virkileg ógn. Þegar þeir sóttu þá ógnuðu þeir og við þurftum að vera upp á okkar besta varnarlega til að vinna leikinn. Fannst við eiga sigurinn skilið og frammistöður beggja liða voru mjög góðar,“ sagði Martinez um leik kvöldsins.

„Í draumaheimi viltu skora næsta mark en við virtum allt sem Ísland gat gert í föstum leikatriðum eða skyndisóknum og þurftum því að virða stöðutöfluna. Við þurftum að stjórna leiknum og halda í boltann betur, með því að gera það þá kannski minnkaði ógnin fram á við en við urðum að stjórna leiknum. Það var mikilvægt fyrir okkur að koma til baka eftir tapið gegn Englandi og við gerðum það virkilega vel,“ sagði Martinez er Henry Birgir Gunnarsson spurði út í markaleysi belgíska liðsins í síðari hálfleik.

„Já mér fannst þetta rétt ákvörðun. Ég held að við hefðum átt að fá aðra vítaspyrnu í síðari hálfleik. Þegar þú horfir á endursýningu á þá hefði Romelu Lukaku átt að fá aðra vítaspyrnu. Dómarinn var mjög góður í gegnum allan leikinn og tel ekki að það hafi verið margar erfiðar ákvarðanir þó mér hafi Romelu átt að fá aðra vítaspyrnu,“ sagði Martinez að lokum um vítaspyrnuna sem sigurmark leiksins kom úr.

Klippa: Viðtal við Roberto Martínez

Hér að ofan má sjá viðtalið Henry Birgis við Martinez í heild sinni.


Tengdar fréttir

Hólmar um Lukaku: Hann er mjög erfiður

„Mér fannst við eiga góðan seinni hálfleik. Við slípuðum nokkra hluti í hálfleik sem við þurftum að gera varðandi færslur og svona en auðvitað leiðinlegt að tapa þessu,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður Íslands, eftir 2-1 tapið gegn Belgum í kvöld.

Þetta er á­kveðin reynsla sem við setjum í bak­pokann

Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×