90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 16:53 Tryggingastofnun ríkisins. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla þurfi upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Aðeins 9,4–13% lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni árin 2016-19. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag. Hún var birt á vef Ríkisendurskoðunar nú síðdegis. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku hjá TR. Þá þurfi stofnunin að sinna betur leiðbeiningarskyldu sinni og efla upplýsingagjöf. Einnig þurfi að endurskoða núgildandi fyrirkomulag um að rekin séu umboð fyrir TR hjá sýslumannsembættum landsins. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að heildarendurskoðun laga um almannatryggingar ljúki sem fyrst. Vinna við hana hefur staðið yfir frá árinu 2005. Lagaumgjörðin er flókin og ógagnsæ,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að auka þurfi hlutfall viðskiptavina TR sem fái réttar greiðslur frá stofnuninni. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að útreikningur greiðslna byggi á tekjuáætlunum sem stofnunin leggi drög að og viðskiptavinur svo staðfestir. TR endurreiknar svo fjárhæðir bóta og leiðréttir greiðslur eftir atvikum. „Á tímabilinu 2016–19 leiddi endurreikningurinn í ljós að mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. Nauðsynlegt er að ráðast í markvissar aðgerðir til að minnka umfang endurreiknings bóta og draga úr frávikum vegna framangreinds mismunar,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Fagna úttektinni TR fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar og telur margar af tillögum til úrbóta sem þar koma fram afar gagnlegar, að því er segir í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar nú síðdegis. Stofnunin segir að sífellt sé unnið að því að bæta þjónustu og upplýsingagjöf til viðskiptavina. Talsverðar umbætur hafi verið gerðar á því á þessu ári. Þá þurfi að mati stofnunarinnar að breyta lögum um almannatryggingar til þess að „draga úr og helst eyða að fullu kröfum um endurgreiðslur lífeyris.“ „Uppbyggileg umræða um lífeyriskerfið er mikilvæg, því ítrekum við að Tryggingastofnun fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni og stöðu almannatrygginga. Vonir eru bundnar við að hún leiði til úrbóta og einföldunar á flóknu kerfi, lífeyrisþegum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar. Tryggingar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla þurfi upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Aðeins 9,4–13% lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni árin 2016-19. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag. Hún var birt á vef Ríkisendurskoðunar nú síðdegis. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku hjá TR. Þá þurfi stofnunin að sinna betur leiðbeiningarskyldu sinni og efla upplýsingagjöf. Einnig þurfi að endurskoða núgildandi fyrirkomulag um að rekin séu umboð fyrir TR hjá sýslumannsembættum landsins. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að heildarendurskoðun laga um almannatryggingar ljúki sem fyrst. Vinna við hana hefur staðið yfir frá árinu 2005. Lagaumgjörðin er flókin og ógagnsæ,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að auka þurfi hlutfall viðskiptavina TR sem fái réttar greiðslur frá stofnuninni. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að útreikningur greiðslna byggi á tekjuáætlunum sem stofnunin leggi drög að og viðskiptavinur svo staðfestir. TR endurreiknar svo fjárhæðir bóta og leiðréttir greiðslur eftir atvikum. „Á tímabilinu 2016–19 leiddi endurreikningurinn í ljós að mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. Nauðsynlegt er að ráðast í markvissar aðgerðir til að minnka umfang endurreiknings bóta og draga úr frávikum vegna framangreinds mismunar,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Fagna úttektinni TR fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar og telur margar af tillögum til úrbóta sem þar koma fram afar gagnlegar, að því er segir í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar nú síðdegis. Stofnunin segir að sífellt sé unnið að því að bæta þjónustu og upplýsingagjöf til viðskiptavina. Talsverðar umbætur hafi verið gerðar á því á þessu ári. Þá þurfi að mati stofnunarinnar að breyta lögum um almannatryggingar til þess að „draga úr og helst eyða að fullu kröfum um endurgreiðslur lífeyris.“ „Uppbyggileg umræða um lífeyriskerfið er mikilvæg, því ítrekum við að Tryggingastofnun fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni og stöðu almannatrygginga. Vonir eru bundnar við að hún leiði til úrbóta og einföldunar á flóknu kerfi, lífeyrisþegum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar.
Tryggingar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira