Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 15:17 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sýnir viðstöddum mynd af veggnum umdeilda sem tekin var fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sakaði stjórnvöld um að „háþrýstiþvo“ sannleikann í burtu með athæfinu. „Það er táknrænt að þegar stjórnvöld komast ekki lengur upp með það að sópa nýju stjórnarskránni undir teppið, þá beinlínis háþrýstiþvo þau í burtu sannleikann um vanvirðingu þeirra við þjóðarviljann,“ sagði Jón Þór. „Veggur sem staðið hefur óáreittur árum saman þakinn veggjakroti er skyndilega forgangsverkefni í stjórnarráðinu. Það hefur ekki hvarflað að stjórnvöldum í eina sekúndu að hreinsa vegginn. Það þurfti ekki nema eina saklausa spurningu. Hvar er nýja stjórnarskráin? Hvar er hún?“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir/Hanna Fór veggjakrotið fram hjá hinum „góðu spúlurum?“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sýndi viðstöddum mynd af umræddum vegg og svæðinu í kringum hann, sem tekin var fyrr í dag. Á myndinni sést að enn er mikið veggjakrot á aðliggjandi veggjum. „Veggjakrotið var ekki þrifið, bara spurningin um hvar nýja stjórnarskráin væri,“ sagði Björn. „Þar er fullt af veggjakroti bara rétt við hliðina á, sem einhvern veginn fór algjörlega fram hjá þessum góðu spúlurum. Og þá veltir maður fyrir sér hvort að þetta hafi verið fyrsta veggjakrotið sem þeir tóku eftir.“ Björn sagði jafnframt ríkisstjórnina sjálfa vera vegg sem standi í vegi fyrir nýrri stjórnarskrá samkvæmt niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. „Af hverju er ekki búið að spúla þeim vegg í burtu?“ spurði Björn. Myndina af veggjakroti við umræddan vegg, sem hann sýndi viðstöddum á þingi, má sjá í Facebook-færslu hans hér fyrir neðan. Leggja áherslu á áberandi krot Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins, sagði í samtali við Vísi í dag að umrædd áletrun hefði verið fjarlægð af veggnum eftir ábendingu frá atvinnu- og nýsköpunarráðinu, sem er til húsa í Sjávarútvegshúsinu. Umbra hafi ekki tekið við umsjón hússins og lóðarinnar fyrr en síðla sumars og þetta hafi verið fyrsta „veggjakrotið“ sem birst hafði eftir að félagið tók við rekstrinum. Viktor segir í svari við fyrirspurn Vísis nú á fjórða tímanum að ekki standi til að þrífa veggjakrot í nágrenni veggjarins umdeilda. Það sé í forgangi að þrífa veggjakrot á byggingum ráðuneytanna og það sem sé áberandi í umhverfi þeirra, t.a.m. það sem snýr að götum. Reynt sé að bregðast við öllum ábendingum og óskum en þrifin geti verið kostnaðarsöm. „Það er minni áhersla á það sem er lítið áberandi, eins og t.a.m. það sem snýr inn að bílastæðum. Hluti af þessum lóðum/bílastæðum tilheyra auk þess ekki ráðuneytunum og eru þar með ekki í umsjón Umbru,“ segir Viktor. Áletrunin var máluð á veggin um helgina og fékk aðeins að standa í tvo sólarhringa áður en hafist var handa við að þvo hana burt. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sakaði stjórnvöld um að „háþrýstiþvo“ sannleikann í burtu með athæfinu. „Það er táknrænt að þegar stjórnvöld komast ekki lengur upp með það að sópa nýju stjórnarskránni undir teppið, þá beinlínis háþrýstiþvo þau í burtu sannleikann um vanvirðingu þeirra við þjóðarviljann,“ sagði Jón Þór. „Veggur sem staðið hefur óáreittur árum saman þakinn veggjakroti er skyndilega forgangsverkefni í stjórnarráðinu. Það hefur ekki hvarflað að stjórnvöldum í eina sekúndu að hreinsa vegginn. Það þurfti ekki nema eina saklausa spurningu. Hvar er nýja stjórnarskráin? Hvar er hún?“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir/Hanna Fór veggjakrotið fram hjá hinum „góðu spúlurum?“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sýndi viðstöddum mynd af umræddum vegg og svæðinu í kringum hann, sem tekin var fyrr í dag. Á myndinni sést að enn er mikið veggjakrot á aðliggjandi veggjum. „Veggjakrotið var ekki þrifið, bara spurningin um hvar nýja stjórnarskráin væri,“ sagði Björn. „Þar er fullt af veggjakroti bara rétt við hliðina á, sem einhvern veginn fór algjörlega fram hjá þessum góðu spúlurum. Og þá veltir maður fyrir sér hvort að þetta hafi verið fyrsta veggjakrotið sem þeir tóku eftir.“ Björn sagði jafnframt ríkisstjórnina sjálfa vera vegg sem standi í vegi fyrir nýrri stjórnarskrá samkvæmt niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. „Af hverju er ekki búið að spúla þeim vegg í burtu?“ spurði Björn. Myndina af veggjakroti við umræddan vegg, sem hann sýndi viðstöddum á þingi, má sjá í Facebook-færslu hans hér fyrir neðan. Leggja áherslu á áberandi krot Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins, sagði í samtali við Vísi í dag að umrædd áletrun hefði verið fjarlægð af veggnum eftir ábendingu frá atvinnu- og nýsköpunarráðinu, sem er til húsa í Sjávarútvegshúsinu. Umbra hafi ekki tekið við umsjón hússins og lóðarinnar fyrr en síðla sumars og þetta hafi verið fyrsta „veggjakrotið“ sem birst hafði eftir að félagið tók við rekstrinum. Viktor segir í svari við fyrirspurn Vísis nú á fjórða tímanum að ekki standi til að þrífa veggjakrot í nágrenni veggjarins umdeilda. Það sé í forgangi að þrífa veggjakrot á byggingum ráðuneytanna og það sem sé áberandi í umhverfi þeirra, t.a.m. það sem snýr að götum. Reynt sé að bregðast við öllum ábendingum og óskum en þrifin geti verið kostnaðarsöm. „Það er minni áhersla á það sem er lítið áberandi, eins og t.a.m. það sem snýr inn að bílastæðum. Hluti af þessum lóðum/bílastæðum tilheyra auk þess ekki ráðuneytunum og eru þar með ekki í umsjón Umbru,“ segir Viktor. Áletrunin var máluð á veggin um helgina og fékk aðeins að standa í tvo sólarhringa áður en hafist var handa við að þvo hana burt. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun.
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58
Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31