Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 12:58 Áletrunin háþrýstiþvegin af veggnum í gær. Aðsend Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. Hann segir áletrunina fyrsta „veggjakrotið“ sem málað var á lóðinni eftir að félagið tók við umsjón hennar seint í sumar. Málið hefur vakið talsverða athygli en stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Áletrunin fékk að standa í tvo sólarhringa. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Svona leit veggurinn út í gærkvöldi.Kolbrún Dögg Arnardóttir Fyrsta veggjakrotið í umsjónartíð Umbru Viktor Jens Vigfússon er framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins. Félagið fer m.a. með húsumsjón fyrir ráðuneytin. Viktor segir í samtali við Vísi að Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4 hafi nýverið komið í umsjón Umbru. „Við tókum við núna síðla sumars og gerðum þá samning við ráðuneytið um að sjá um húsnæðið og lóðina í kring,“ segir Viktor. Í þeim samningi felist að þrífa allt óumbeðið veggjakrot. „Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við,“ segir Viktor, inntur eftir því af hverju áletrunin á veggnum hafi verið fjarlægð svo snögglega í ljósi þess að veggjakrot hafi fengið að standa svo til óáreitt á veggnum hingað til. Ásjóna veggjarins hefur verið á þessa leið í gegnum tíðina. Bárust kvartanir vegna áletrunarinnar? „Við fengum bara ábendingu frá ráðuneytinu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eftirlitskerfi og öryggisvörslu í kringum húsin. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegginn.“ Yfir þrjátíu þúsund einstaklingar hafa nú skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, að því er fram kemur í niðurstöðu nýrrar könnunar MMR. Reykjavík Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. Hann segir áletrunina fyrsta „veggjakrotið“ sem málað var á lóðinni eftir að félagið tók við umsjón hennar seint í sumar. Málið hefur vakið talsverða athygli en stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Áletrunin fékk að standa í tvo sólarhringa. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Svona leit veggurinn út í gærkvöldi.Kolbrún Dögg Arnardóttir Fyrsta veggjakrotið í umsjónartíð Umbru Viktor Jens Vigfússon er framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins. Félagið fer m.a. með húsumsjón fyrir ráðuneytin. Viktor segir í samtali við Vísi að Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4 hafi nýverið komið í umsjón Umbru. „Við tókum við núna síðla sumars og gerðum þá samning við ráðuneytið um að sjá um húsnæðið og lóðina í kring,“ segir Viktor. Í þeim samningi felist að þrífa allt óumbeðið veggjakrot. „Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við,“ segir Viktor, inntur eftir því af hverju áletrunin á veggnum hafi verið fjarlægð svo snögglega í ljósi þess að veggjakrot hafi fengið að standa svo til óáreitt á veggnum hingað til. Ásjóna veggjarins hefur verið á þessa leið í gegnum tíðina. Bárust kvartanir vegna áletrunarinnar? „Við fengum bara ábendingu frá ráðuneytinu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eftirlitskerfi og öryggisvörslu í kringum húsin. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegginn.“ Yfir þrjátíu þúsund einstaklingar hafa nú skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, að því er fram kemur í niðurstöðu nýrrar könnunar MMR.
Reykjavík Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18
Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31