Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 12:58 Áletrunin háþrýstiþvegin af veggnum í gær. Aðsend Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. Hann segir áletrunina fyrsta „veggjakrotið“ sem málað var á lóðinni eftir að félagið tók við umsjón hennar seint í sumar. Málið hefur vakið talsverða athygli en stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Áletrunin fékk að standa í tvo sólarhringa. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Svona leit veggurinn út í gærkvöldi.Kolbrún Dögg Arnardóttir Fyrsta veggjakrotið í umsjónartíð Umbru Viktor Jens Vigfússon er framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins. Félagið fer m.a. með húsumsjón fyrir ráðuneytin. Viktor segir í samtali við Vísi að Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4 hafi nýverið komið í umsjón Umbru. „Við tókum við núna síðla sumars og gerðum þá samning við ráðuneytið um að sjá um húsnæðið og lóðina í kring,“ segir Viktor. Í þeim samningi felist að þrífa allt óumbeðið veggjakrot. „Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við,“ segir Viktor, inntur eftir því af hverju áletrunin á veggnum hafi verið fjarlægð svo snögglega í ljósi þess að veggjakrot hafi fengið að standa svo til óáreitt á veggnum hingað til. Ásjóna veggjarins hefur verið á þessa leið í gegnum tíðina. Bárust kvartanir vegna áletrunarinnar? „Við fengum bara ábendingu frá ráðuneytinu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eftirlitskerfi og öryggisvörslu í kringum húsin. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegginn.“ Yfir þrjátíu þúsund einstaklingar hafa nú skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, að því er fram kemur í niðurstöðu nýrrar könnunar MMR. Reykjavík Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. Hann segir áletrunina fyrsta „veggjakrotið“ sem málað var á lóðinni eftir að félagið tók við umsjón hennar seint í sumar. Málið hefur vakið talsverða athygli en stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Áletrunin fékk að standa í tvo sólarhringa. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Svona leit veggurinn út í gærkvöldi.Kolbrún Dögg Arnardóttir Fyrsta veggjakrotið í umsjónartíð Umbru Viktor Jens Vigfússon er framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins. Félagið fer m.a. með húsumsjón fyrir ráðuneytin. Viktor segir í samtali við Vísi að Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4 hafi nýverið komið í umsjón Umbru. „Við tókum við núna síðla sumars og gerðum þá samning við ráðuneytið um að sjá um húsnæðið og lóðina í kring,“ segir Viktor. Í þeim samningi felist að þrífa allt óumbeðið veggjakrot. „Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við,“ segir Viktor, inntur eftir því af hverju áletrunin á veggnum hafi verið fjarlægð svo snögglega í ljósi þess að veggjakrot hafi fengið að standa svo til óáreitt á veggnum hingað til. Ásjóna veggjarins hefur verið á þessa leið í gegnum tíðina. Bárust kvartanir vegna áletrunarinnar? „Við fengum bara ábendingu frá ráðuneytinu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eftirlitskerfi og öryggisvörslu í kringum húsin. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegginn.“ Yfir þrjátíu þúsund einstaklingar hafa nú skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, að því er fram kemur í niðurstöðu nýrrar könnunar MMR.
Reykjavík Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18
Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31