Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 23:19 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Meira en þrjátíu þúsund einstaklingar, eða 30.044, hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Yfir 2.300 undirskriftir hafa safnast frá því í morgun. Markmið samtakanna var að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er lokað þann 19. október næstkomandi og eru það um 10 prósent kjósenda. Þann 20. október verður undirskriftalistinn afhentur en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað er annað hægt að segja en að við erum brjálæðislega þakklát og glöð að loksins sé hægt að sýna sameiginlega hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli, að þetta mál klárist,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins og ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni. „Það að við séu búin að ná okkar fyrsta takmarki, 25.000 undirskriftum, og okkar seinna og við erum ekki næstum því búin. Þetta er alveg stórkostlegt.“ Hvað heldurðu að margir skrái sig á listann? „Eftir þetta allt saman, það sögðu svo margir við okkur að við næðum aldrei 25 þúsund undirskriftum, en það tókst og nú tókst þrjátíu, kannski tekst okkur að ná 35 þúsund, ég veit það ekki. Núna er allt í einu að myndast stjórnarskrárstund. Það eru svo margir sem eru til í að gera svo ótrúlega mikið til að fá þetta til að takast,“ segir Katrín. „Það munu allir hjálpast að á þessu síðustu metrum, þetta gæti farið miklu hærra. En við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hverja einustu undirskrift sem kemur í viðbót við þetta, þetta er gjörsigur eins og við sjáum það.“ Hvað ef 10 prósent þjóðarinnar skrifar undir? „Það væri enn táknrænna og fallegra ef við næðum því. Það væri mjög fallegt viðmið líka, börnin skipta líka máli, þetta er nú ekki síst fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katrín. Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Meira en þrjátíu þúsund einstaklingar, eða 30.044, hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Yfir 2.300 undirskriftir hafa safnast frá því í morgun. Markmið samtakanna var að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er lokað þann 19. október næstkomandi og eru það um 10 prósent kjósenda. Þann 20. október verður undirskriftalistinn afhentur en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað er annað hægt að segja en að við erum brjálæðislega þakklát og glöð að loksins sé hægt að sýna sameiginlega hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli, að þetta mál klárist,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins og ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni. „Það að við séu búin að ná okkar fyrsta takmarki, 25.000 undirskriftum, og okkar seinna og við erum ekki næstum því búin. Þetta er alveg stórkostlegt.“ Hvað heldurðu að margir skrái sig á listann? „Eftir þetta allt saman, það sögðu svo margir við okkur að við næðum aldrei 25 þúsund undirskriftum, en það tókst og nú tókst þrjátíu, kannski tekst okkur að ná 35 þúsund, ég veit það ekki. Núna er allt í einu að myndast stjórnarskrárstund. Það eru svo margir sem eru til í að gera svo ótrúlega mikið til að fá þetta til að takast,“ segir Katrín. „Það munu allir hjálpast að á þessu síðustu metrum, þetta gæti farið miklu hærra. En við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hverja einustu undirskrift sem kemur í viðbót við þetta, þetta er gjörsigur eins og við sjáum það.“ Hvað ef 10 prósent þjóðarinnar skrifar undir? „Það væri enn táknrænna og fallegra ef við næðum því. Það væri mjög fallegt viðmið líka, börnin skipta líka máli, þetta er nú ekki síst fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katrín.
Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31
Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51