Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 14:32 Spilasölum hefur verið gert að loka í núverandi samkomubanni en stakir spilakassar mega enn standa opnir. Vísir/Baldur Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. Almennt er talin minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis, þar sem ráðuneytið var innt eftir svörum við því af hverju aðeins væri minnst á spilasali en ekki spilakassa í reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tók gildi í síðustu viku. Vísir sendi fyrirspurnina í kjölfar gagnrýni formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún lýsti því í samtali við Vísi á föstudag að ótækt væri að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem yfirleitt dvelji lengi við kassana, þrátt fyrir að spilasölum hafi verið gert að loka. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu mánudaginn 5. október. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. Í svari ráðuneytisins segir að megináhersla í gildandi sóttvarnaráðstöfunum sé að sporna gegn því að fólk komi saman í stórum hópum. Þetta sé meginástæða þeirra takmarkana sem leiða m.a. til lokunar kráa, skemmtistaða og spilasala, líkamsræktarstöðva og sundlauga. „Þess má geta að töluverður fjöldi spilakassa er óaðgengilegur vegna þessara takmarkana, þ.e. spilakassar sem eru á stöðum sem hefur þurft að loka vegna samkomutakmarkana, t.d. á krám og skemmtistöðum, auk spilasala,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og starfsemi þar sem snertifletir eru sameiginlegir, t.d. hraðbanka, bensínsjálfssala, sjálfsafgreiðslukössum í verslunum o.fl. Aftur á móti gildi um þessa starfsemi sem aðra að umsjónaraðilum beri að gæta að sóttvörnum, þrífa snertifleti reglulega og sjá til þess að handspritt sé aðgengilegt þeim sem nýta sér aðstöðu þar sem snertifletir eru sameiginlegir. Þá er bent á að vissulega hafi verið kveðið hafi á um að spilasölum og spilakössum skyldi lokað í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tók gildi 24. mars og gilti til 3. maí. Ný auglýsing tók hins vegar gildi 4. maí en þar var einungis kveðið á um lokun spilasala, ekki spilakassa. „Þetta er í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir og það sem rakið er að framan um að almennt er minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum,“ segir í svari ráðuneytisins. Fjárhættuspil Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. Almennt er talin minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis, þar sem ráðuneytið var innt eftir svörum við því af hverju aðeins væri minnst á spilasali en ekki spilakassa í reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir sem tók gildi í síðustu viku. Vísir sendi fyrirspurnina í kjölfar gagnrýni formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hún lýsti því í samtali við Vísi á föstudag að ótækt væri að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem yfirleitt dvelji lengi við kassana, þrátt fyrir að spilasölum hafi verið gert að loka. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu mánudaginn 5. október. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. Í svari ráðuneytisins segir að megináhersla í gildandi sóttvarnaráðstöfunum sé að sporna gegn því að fólk komi saman í stórum hópum. Þetta sé meginástæða þeirra takmarkana sem leiða m.a. til lokunar kráa, skemmtistaða og spilasala, líkamsræktarstöðva og sundlauga. „Þess má geta að töluverður fjöldi spilakassa er óaðgengilegur vegna þessara takmarkana, þ.e. spilakassar sem eru á stöðum sem hefur þurft að loka vegna samkomutakmarkana, t.d. á krám og skemmtistöðum, auk spilasala,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og starfsemi þar sem snertifletir eru sameiginlegir, t.d. hraðbanka, bensínsjálfssala, sjálfsafgreiðslukössum í verslunum o.fl. Aftur á móti gildi um þessa starfsemi sem aðra að umsjónaraðilum beri að gæta að sóttvörnum, þrífa snertifleti reglulega og sjá til þess að handspritt sé aðgengilegt þeim sem nýta sér aðstöðu þar sem snertifletir eru sameiginlegir. Þá er bent á að vissulega hafi verið kveðið hafi á um að spilasölum og spilakössum skyldi lokað í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem tók gildi 24. mars og gilti til 3. maí. Ný auglýsing tók hins vegar gildi 4. maí en þar var einungis kveðið á um lokun spilasala, ekki spilakassa. „Þetta er í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir og það sem rakið er að framan um að almennt er minni smithætta af einstaka spilakössum en spilasölum,“ segir í svari ráðuneytisins.
Fjárhættuspil Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira