Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 21:32 Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. Formaðurinn hefur tilkynnt málið til lögreglu og furðar sig á því að reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar kórónuveiruaðgerðir kveði aðeins á um lokun spilasala en ekki spilakassa. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu á mánudag. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. „Við í Samtökum áhugafólks um spilafíkn reiknuðum með að það sama væri uppi á teningnum núna. En við nánari athugun kemur í ljós að búið er að taka út orðið spilakassar,“ segir Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn í samtali við Vísi. „En á flestum stöðum eru tveir eða fleiri spilakassar, hvort sem um ræðir söluturn, veitingahús eða áningarstað.“ Alma segir að svo virðist sem Háskóli Íslands hafi lokað flestum spilakössum sínum í ljósi hertra aðgerða, enda flestir þeirra kassar í sérstökum spilasölum. Spilakassar Íslandsspila, sameignarfélags í eigu Rauða krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ, standa hins vegar enn opnir víðast hvar. „Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ virðast einhvern veginn reyna að teygja hugtakið eins langt og mögulegt getur talist. Sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök, sérstaklega Rauði krossinn og Landsbjörg, eru þau samtök sem almenningur setur undir hugtakið almannavarnir. Og maður skyldi ætla að þegar almenningur er beðinn um að taka þátt í almannavörnum, að þá geri Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ það líka,“ segir Alma. SpilakassarFoto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þetta eru í rauninni fíklar sem eru ekki þarna að spila af því að það er val og við erum þá í rauninni að útsetja þennan hóp fyrir smitum. Það er þekkt að, og þetta er eitthvað sem Rauði kross Íslands á að vita, að þetta er ekki hópur sem hefur getu og hæfni til að sinna sóttvörnum.“ Alma segir Samtök áhugafólks um spilafíkn túlka reglugerð ráðherra á þann veg að loka ætti öllum spilakössum. Annað skjóti skökku við. Hún hefur tilkynnt um málið, sem hún telur brot á sóttvarnarreglum, fyrir hönd samtakanna í gegnum tilkynningarhnapp á Covid.is. Hún kveðst vita til þess að fleiri hafi sent inn sambærilegar tilkynningar. „Menn eru kannski ekki alveg með réttu ráði þegar þeir eru í spilakössum. Menn eru ekki að fara í kassana í tíu, fimmtán mínútur. Menn eru þarna í margar klukkustundir í mikilli nálægð við aðra sem eru á staðnum,“ segir Alma. Bannið gildi aðeins um spilasali Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins, sem á stærstan hlut í Íslandsspilum, segir að málið hafi ítrekað komið til umræðu í stjórn Rauða krossins. Hún segir að samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra sé ekki bannað að hafa spilakassana opna og þeim hafi því ekki verið lokað. Bannið gildi aðeins um spilasali. „Og eftir því sem við vitum best hefur ekkert smit greinst við spilakassana, sem betur fer. Svo er heldur ekki mikið verið að spila í kössunum, satt best að segja,“ segir Kristín. Rauði krossinn fylgist þó náið með gangi mála. Þá gæti starfsfólk Íslandsspila þess vel að spilakassarnir séu sótthreinsaðir og fyllt sé á sprittbrúsa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. Formaðurinn hefur tilkynnt málið til lögreglu og furðar sig á því að reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar kórónuveiruaðgerðir kveði aðeins á um lokun spilasala en ekki spilakassa. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu á mánudag. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. „Við í Samtökum áhugafólks um spilafíkn reiknuðum með að það sama væri uppi á teningnum núna. En við nánari athugun kemur í ljós að búið er að taka út orðið spilakassar,“ segir Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn í samtali við Vísi. „En á flestum stöðum eru tveir eða fleiri spilakassar, hvort sem um ræðir söluturn, veitingahús eða áningarstað.“ Alma segir að svo virðist sem Háskóli Íslands hafi lokað flestum spilakössum sínum í ljósi hertra aðgerða, enda flestir þeirra kassar í sérstökum spilasölum. Spilakassar Íslandsspila, sameignarfélags í eigu Rauða krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ, standa hins vegar enn opnir víðast hvar. „Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ virðast einhvern veginn reyna að teygja hugtakið eins langt og mögulegt getur talist. Sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök, sérstaklega Rauði krossinn og Landsbjörg, eru þau samtök sem almenningur setur undir hugtakið almannavarnir. Og maður skyldi ætla að þegar almenningur er beðinn um að taka þátt í almannavörnum, að þá geri Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ það líka,“ segir Alma. SpilakassarFoto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þetta eru í rauninni fíklar sem eru ekki þarna að spila af því að það er val og við erum þá í rauninni að útsetja þennan hóp fyrir smitum. Það er þekkt að, og þetta er eitthvað sem Rauði kross Íslands á að vita, að þetta er ekki hópur sem hefur getu og hæfni til að sinna sóttvörnum.“ Alma segir Samtök áhugafólks um spilafíkn túlka reglugerð ráðherra á þann veg að loka ætti öllum spilakössum. Annað skjóti skökku við. Hún hefur tilkynnt um málið, sem hún telur brot á sóttvarnarreglum, fyrir hönd samtakanna í gegnum tilkynningarhnapp á Covid.is. Hún kveðst vita til þess að fleiri hafi sent inn sambærilegar tilkynningar. „Menn eru kannski ekki alveg með réttu ráði þegar þeir eru í spilakössum. Menn eru ekki að fara í kassana í tíu, fimmtán mínútur. Menn eru þarna í margar klukkustundir í mikilli nálægð við aðra sem eru á staðnum,“ segir Alma. Bannið gildi aðeins um spilasali Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins, sem á stærstan hlut í Íslandsspilum, segir að málið hafi ítrekað komið til umræðu í stjórn Rauða krossins. Hún segir að samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra sé ekki bannað að hafa spilakassana opna og þeim hafi því ekki verið lokað. Bannið gildi aðeins um spilasali. „Og eftir því sem við vitum best hefur ekkert smit greinst við spilakassana, sem betur fer. Svo er heldur ekki mikið verið að spila í kössunum, satt best að segja,“ segir Kristín. Rauði krossinn fylgist þó náið með gangi mála. Þá gæti starfsfólk Íslandsspila þess vel að spilakassarnir séu sótthreinsaðir og fyllt sé á sprittbrúsa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira