Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 12:58 Áletrunin háþrýstiþvegin af veggnum í gær. Aðsend Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. Hann segir áletrunina fyrsta „veggjakrotið“ sem málað var á lóðinni eftir að félagið tók við umsjón hennar seint í sumar. Málið hefur vakið talsverða athygli en stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Áletrunin fékk að standa í tvo sólarhringa. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Svona leit veggurinn út í gærkvöldi.Kolbrún Dögg Arnardóttir Fyrsta veggjakrotið í umsjónartíð Umbru Viktor Jens Vigfússon er framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins. Félagið fer m.a. með húsumsjón fyrir ráðuneytin. Viktor segir í samtali við Vísi að Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4 hafi nýverið komið í umsjón Umbru. „Við tókum við núna síðla sumars og gerðum þá samning við ráðuneytið um að sjá um húsnæðið og lóðina í kring,“ segir Viktor. Í þeim samningi felist að þrífa allt óumbeðið veggjakrot. „Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við,“ segir Viktor, inntur eftir því af hverju áletrunin á veggnum hafi verið fjarlægð svo snögglega í ljósi þess að veggjakrot hafi fengið að standa svo til óáreitt á veggnum hingað til. Ásjóna veggjarins hefur verið á þessa leið í gegnum tíðina. Bárust kvartanir vegna áletrunarinnar? „Við fengum bara ábendingu frá ráðuneytinu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eftirlitskerfi og öryggisvörslu í kringum húsin. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegginn.“ Yfir þrjátíu þúsund einstaklingar hafa nú skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, að því er fram kemur í niðurstöðu nýrrar könnunar MMR. Reykjavík Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. Hann segir áletrunina fyrsta „veggjakrotið“ sem málað var á lóðinni eftir að félagið tók við umsjón hennar seint í sumar. Málið hefur vakið talsverða athygli en stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Áletrunin fékk að standa í tvo sólarhringa. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Svona leit veggurinn út í gærkvöldi.Kolbrún Dögg Arnardóttir Fyrsta veggjakrotið í umsjónartíð Umbru Viktor Jens Vigfússon er framkvæmdastjóri Umbru, rekstrarfélags stjórnarráðsins. Félagið fer m.a. með húsumsjón fyrir ráðuneytin. Viktor segir í samtali við Vísi að Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4 hafi nýverið komið í umsjón Umbru. „Við tókum við núna síðla sumars og gerðum þá samning við ráðuneytið um að sjá um húsnæðið og lóðina í kring,“ segir Viktor. Í þeim samningi felist að þrífa allt óumbeðið veggjakrot. „Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við,“ segir Viktor, inntur eftir því af hverju áletrunin á veggnum hafi verið fjarlægð svo snögglega í ljósi þess að veggjakrot hafi fengið að standa svo til óáreitt á veggnum hingað til. Ásjóna veggjarins hefur verið á þessa leið í gegnum tíðina. Bárust kvartanir vegna áletrunarinnar? „Við fengum bara ábendingu frá ráðuneytinu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eftirlitskerfi og öryggisvörslu í kringum húsin. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegginn.“ Yfir þrjátíu þúsund einstaklingar hafa nú skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, að því er fram kemur í niðurstöðu nýrrar könnunar MMR.
Reykjavík Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19 Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18
Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Þrjátíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. 12. október 2020 23:19
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31