Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 23:19 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Meira en þrjátíu þúsund einstaklingar, eða 30.044, hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Yfir 2.300 undirskriftir hafa safnast frá því í morgun. Markmið samtakanna var að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er lokað þann 19. október næstkomandi og eru það um 10 prósent kjósenda. Þann 20. október verður undirskriftalistinn afhentur en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað er annað hægt að segja en að við erum brjálæðislega þakklát og glöð að loksins sé hægt að sýna sameiginlega hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli, að þetta mál klárist,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins og ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni. „Það að við séu búin að ná okkar fyrsta takmarki, 25.000 undirskriftum, og okkar seinna og við erum ekki næstum því búin. Þetta er alveg stórkostlegt.“ Hvað heldurðu að margir skrái sig á listann? „Eftir þetta allt saman, það sögðu svo margir við okkur að við næðum aldrei 25 þúsund undirskriftum, en það tókst og nú tókst þrjátíu, kannski tekst okkur að ná 35 þúsund, ég veit það ekki. Núna er allt í einu að myndast stjórnarskrárstund. Það eru svo margir sem eru til í að gera svo ótrúlega mikið til að fá þetta til að takast,“ segir Katrín. „Það munu allir hjálpast að á þessu síðustu metrum, þetta gæti farið miklu hærra. En við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hverja einustu undirskrift sem kemur í viðbót við þetta, þetta er gjörsigur eins og við sjáum það.“ Hvað ef 10 prósent þjóðarinnar skrifar undir? „Það væri enn táknrænna og fallegra ef við næðum því. Það væri mjög fallegt viðmið líka, börnin skipta líka máli, þetta er nú ekki síst fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katrín. Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fækkar herforingum um fimmtung Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Meira en þrjátíu þúsund einstaklingar, eða 30.044, hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Yfir 2.300 undirskriftir hafa safnast frá því í morgun. Markmið samtakanna var að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er lokað þann 19. október næstkomandi og eru það um 10 prósent kjósenda. Þann 20. október verður undirskriftalistinn afhentur en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað er annað hægt að segja en að við erum brjálæðislega þakklát og glöð að loksins sé hægt að sýna sameiginlega hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli, að þetta mál klárist,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins og ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni. „Það að við séu búin að ná okkar fyrsta takmarki, 25.000 undirskriftum, og okkar seinna og við erum ekki næstum því búin. Þetta er alveg stórkostlegt.“ Hvað heldurðu að margir skrái sig á listann? „Eftir þetta allt saman, það sögðu svo margir við okkur að við næðum aldrei 25 þúsund undirskriftum, en það tókst og nú tókst þrjátíu, kannski tekst okkur að ná 35 þúsund, ég veit það ekki. Núna er allt í einu að myndast stjórnarskrárstund. Það eru svo margir sem eru til í að gera svo ótrúlega mikið til að fá þetta til að takast,“ segir Katrín. „Það munu allir hjálpast að á þessu síðustu metrum, þetta gæti farið miklu hærra. En við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hverja einustu undirskrift sem kemur í viðbót við þetta, þetta er gjörsigur eins og við sjáum það.“ Hvað ef 10 prósent þjóðarinnar skrifar undir? „Það væri enn táknrænna og fallegra ef við næðum því. Það væri mjög fallegt viðmið líka, börnin skipta líka máli, þetta er nú ekki síst fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katrín.
Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fækkar herforingum um fimmtung Erlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31
Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51