Erlent

Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Fólk á gangi í Moskvu í síðasta mánuði.
Fólk á gangi í Moskvu í síðasta mánuði. EPA/SERGEI ILNITSKY

Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst. Í heildina hafa rúmlega 1,3 milljón manna smitast og nærri því 23 þúsund dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum.

Í Moskvu fjölgaði smituðum um 4.618 og innlögnum á sjúkrahús um 16,7 prósent.

Á mánuði hefur fjöldi nýsmitaðra tvöfaldast í Rússlandi en sérfræðingar þar í landi segja að ástandið sé ekki alvarlegt. Fylgi íbúar sóttvarnarreglum verði tiltölulega auðvelt að ná tökum á faraldrinum. Annars gæti teygst úr honum, samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar.

Í annarri frétt fréttaveitunnar segir að á undanförnum fimm mánuðum hafi um 96 þúsund sektir verið veittar fyrir skort á grímum og hönskum í almenningssamgöngum í Moskvu. Lögregluþjónar vakta almenningssamgöngur í borginni og sekta fólk sem fylgir ekki þeim reglum um fimm þúsund rúblur, sem samsvarar um níu þúsund krónum.

Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist í uppsveiflu víða um heim. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gær að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. Til þess þyrfti þó að breyta réttu tólunum og varaði hann við því að hef það yrði ekki gert gæti faraldurinn varið lengi.

Sjá einnig: Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum

Hann gagnrýndi leiðtoga stórvelda heimsins einnig fyrir skort á forystu undanfarna mánuði og sagði að það hefði gert faraldurinn verri en annars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×