Enski boltinn

Gömlu félagarnir hjá United íhuga að ráða Keane

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary Neville gæti ráðið Roy Keane sem knattspyrnustjóra félagsins sem hann á, Salford CIty.
Gary Neville gæti ráðið Roy Keane sem knattspyrnustjóra félagsins sem hann á, Salford CIty. getty/John Peters

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, þykir líklegastur til að taka við enska D-deildarliðinu Salford City.

Fyrrverandi félagar Keanes hjá United, þeir Paul Scholes, Gary og Phil Neville, Ryan Giggs og Nicky Butt, eiga Salford.

Í gær ráku þeir knattspyrnustjórann Graham Alexander og Scholes tók tímabundið við liðinu.

Háværar raddir eru um að Keane verði næsti stjóri Salford. Hann hefur ekki starfað við þjálfun síðan hann hætti sem aðstoðarþjálfari írska landsliðsins fyrir tveimur árum.

Keane fylgdist með leik Salford og Tranmere Rovers á laugardaginn ásamt Gary Neville og Scholes.

Hann stýrði áður Sunderland og Ipswich Town. Þá var hann aðstoðarþjálfari hjá Aston Villa og Nottingham Forest auk írska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×