Stjórnarskrá á undarlegum tímum Viðar Hreinsson skrifar 2. október 2020 10:30 Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. Um leið hefur lýðræðið staðnað í kapphlaupi lukkuriddaranna, hagsmunapotara og jafnvel velmeinandi hugsjónafólks sem á það til að leiðast afvega. Þegar beitt er valdi í þágu hagnaðar, sérhagsmuna og valdakerfa eru lagabókstafir túlkaðir jafnbókstaflega og hjá sótsvörtustu bókstafstrúarsöfnuðum enda auðvelt að kaupa til þess slynga lögfræðinga og tungulipra almannatengla. Lýðræði er annað og meira en atkvæðavægi á fjögurra ára fresti. Það ætti kannski fyrst og fremst að vera viðleitni til að nálgast almannavilja, verja fólk gegn misbeitingu valds og finna leiðir til samkomulags um hvernig ná megi þeim markmiðum. Lýðræði þarf að þróast og breytast með samfélaginu til almannaheilla með því að efla og virkja breiðari hópa samfélagsins. Ljósglætur eru víða. Drjúgur hluti verkalýðshreyfingarinnar er farinn að brýna klærnar með öflugri og oft ögrandi baráttu sem byggir á víðtækari þátttöku, ekki síst hópa sem varla hafa átt raddir fyrr svo alvöruþrungin ramakvein valdastéttanna og þjóna hennar kveða nú við. Greta Thunberg er eitt magnaðasta kraftaverk okkar tíma, litla mjóslegna stelpan sem berst gegn loftslagsvánni af þvílíku afli að hriktir í valdastoðum. Metoo hreyfingin og öflug bylgja gegn kynþáttamisrétti hafa sín áhrif. Sjálfsprottin almannasamtök af ýmsu tagi eru mikilvægari en nokkru sinni, til verndar náttúru og stuðnings við mannúð og mannréttindi. Og fyrir áratug var blásið til þjóðfundar, 6.nóvember árið 2010, þar sem stórt úrtak almennings, 950 manns, tók þátt og mótaði í sameiningu mikilvægustu gildi samfélagsins sem reyndust allt önnur en þau sem valdakerfin hafa haldið á lofti. Á þeim grunni var blásið til stjórnlagaþings þar sem kjörnir fulltrúar úr hópi almennings smíðuðu tillögu sem afhent var forseta Alþingis 27. júlí árið 2011 og landsmenn samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október árið 2012 að skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þessi leið vakti athygli víða um heim. Þá risu upp undirgefnir þjónar valdsins, vopnaðir lagabókstöfum og með hjálp bókstafstúlkunar á lögum frekar en umhyggju fyrir almannaheillum tókst að stöðva þessa fæðigu nýrrar og framsækinnar stjórnarskrár. Síðan hafa sömu valdakerfi flækst fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi með aðstoð nytsamra sakleysingja og nú er verið að sulla saman einhverri útvötnun sem landsfeður mæra með jólalegum svip. Það gengur ekki. Útvötnunin ber keim af sérkennilegu sjálfsofmati sem virðist ríkja hjá mörgum stjórnmálamönnum og sprettur af skilyrtri vanahugsun, að allt sem fari í gegnum þeirra hendur og huga sé upphaf og endir alls, að allt þurfi að vega og meta á mælikvarða flokka og flokkafylgis, málamiðlana og valdatafls þar sem hagsmunagæslan leynist á bakvið. Landsmenn eiga samþykkt drög að stjórnarskrá sem verður að ljúka við. Hún mun ekki sjálfkrafa breyta samfélaginu en þó er oft bent á ýmsa óhæfu sem hún hefði getað komið í veg fyrir. En ný stjórnarskrá er lykilatriði í þróun lýðræðis þar sem æ fleiri fá rödd, þar sem lifna á blaði hugmyndir sem hversdagsfólk hefur mótað um fagurt mannlíf og samband við náttúru. Hún er, ásamt endurlífgaðri verkalýðsbaráttu, vaxandi umhverfishreyfingu og fjölbreyttum grasrótarsamtökum, öflugt og óhemju mikilvægt viðnám við þeirri óheillaþróun popúlisma, valdníðslu, veldis stórkapítals og mistæks ríkisvalds sem drepið var á í upphafi. Hún byrjar fallega í anda þeirrar fjölbreytni sem er lykill að farsælli samfélagsþróun og sambúð við náttúruna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.“ Í 2. kafla um mannréttindi og náttúru er lögð áhersla á rækt við mannlega reisn og umgengni við þá náttúru sem við erum hluti af en höfum brugðist – „Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.” (8. gr.), „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.” (33. gr.) Ljúka verður því verki sem hafið var með þjóðfundinum og koma í veg fyrir þá útvötnun sem nú er í gangi. Það er lífsspursmál að Alþingi virði úrslit lýðræðislegra kosninga. Fyrir því þarf að berjast og fólk getur stutt við þá baráttu með því að setja nafn sitt hér. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. Um leið hefur lýðræðið staðnað í kapphlaupi lukkuriddaranna, hagsmunapotara og jafnvel velmeinandi hugsjónafólks sem á það til að leiðast afvega. Þegar beitt er valdi í þágu hagnaðar, sérhagsmuna og valdakerfa eru lagabókstafir túlkaðir jafnbókstaflega og hjá sótsvörtustu bókstafstrúarsöfnuðum enda auðvelt að kaupa til þess slynga lögfræðinga og tungulipra almannatengla. Lýðræði er annað og meira en atkvæðavægi á fjögurra ára fresti. Það ætti kannski fyrst og fremst að vera viðleitni til að nálgast almannavilja, verja fólk gegn misbeitingu valds og finna leiðir til samkomulags um hvernig ná megi þeim markmiðum. Lýðræði þarf að þróast og breytast með samfélaginu til almannaheilla með því að efla og virkja breiðari hópa samfélagsins. Ljósglætur eru víða. Drjúgur hluti verkalýðshreyfingarinnar er farinn að brýna klærnar með öflugri og oft ögrandi baráttu sem byggir á víðtækari þátttöku, ekki síst hópa sem varla hafa átt raddir fyrr svo alvöruþrungin ramakvein valdastéttanna og þjóna hennar kveða nú við. Greta Thunberg er eitt magnaðasta kraftaverk okkar tíma, litla mjóslegna stelpan sem berst gegn loftslagsvánni af þvílíku afli að hriktir í valdastoðum. Metoo hreyfingin og öflug bylgja gegn kynþáttamisrétti hafa sín áhrif. Sjálfsprottin almannasamtök af ýmsu tagi eru mikilvægari en nokkru sinni, til verndar náttúru og stuðnings við mannúð og mannréttindi. Og fyrir áratug var blásið til þjóðfundar, 6.nóvember árið 2010, þar sem stórt úrtak almennings, 950 manns, tók þátt og mótaði í sameiningu mikilvægustu gildi samfélagsins sem reyndust allt önnur en þau sem valdakerfin hafa haldið á lofti. Á þeim grunni var blásið til stjórnlagaþings þar sem kjörnir fulltrúar úr hópi almennings smíðuðu tillögu sem afhent var forseta Alþingis 27. júlí árið 2011 og landsmenn samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október árið 2012 að skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þessi leið vakti athygli víða um heim. Þá risu upp undirgefnir þjónar valdsins, vopnaðir lagabókstöfum og með hjálp bókstafstúlkunar á lögum frekar en umhyggju fyrir almannaheillum tókst að stöðva þessa fæðigu nýrrar og framsækinnar stjórnarskrár. Síðan hafa sömu valdakerfi flækst fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi með aðstoð nytsamra sakleysingja og nú er verið að sulla saman einhverri útvötnun sem landsfeður mæra með jólalegum svip. Það gengur ekki. Útvötnunin ber keim af sérkennilegu sjálfsofmati sem virðist ríkja hjá mörgum stjórnmálamönnum og sprettur af skilyrtri vanahugsun, að allt sem fari í gegnum þeirra hendur og huga sé upphaf og endir alls, að allt þurfi að vega og meta á mælikvarða flokka og flokkafylgis, málamiðlana og valdatafls þar sem hagsmunagæslan leynist á bakvið. Landsmenn eiga samþykkt drög að stjórnarskrá sem verður að ljúka við. Hún mun ekki sjálfkrafa breyta samfélaginu en þó er oft bent á ýmsa óhæfu sem hún hefði getað komið í veg fyrir. En ný stjórnarskrá er lykilatriði í þróun lýðræðis þar sem æ fleiri fá rödd, þar sem lifna á blaði hugmyndir sem hversdagsfólk hefur mótað um fagurt mannlíf og samband við náttúru. Hún er, ásamt endurlífgaðri verkalýðsbaráttu, vaxandi umhverfishreyfingu og fjölbreyttum grasrótarsamtökum, öflugt og óhemju mikilvægt viðnám við þeirri óheillaþróun popúlisma, valdníðslu, veldis stórkapítals og mistæks ríkisvalds sem drepið var á í upphafi. Hún byrjar fallega í anda þeirrar fjölbreytni sem er lykill að farsælli samfélagsþróun og sambúð við náttúruna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.“ Í 2. kafla um mannréttindi og náttúru er lögð áhersla á rækt við mannlega reisn og umgengni við þá náttúru sem við erum hluti af en höfum brugðist – „Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.” (8. gr.), „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.” (33. gr.) Ljúka verður því verki sem hafið var með þjóðfundinum og koma í veg fyrir þá útvötnun sem nú er í gangi. Það er lífsspursmál að Alþingi virði úrslit lýðræðislegra kosninga. Fyrir því þarf að berjast og fólk getur stutt við þá baráttu með því að setja nafn sitt hér. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun