Innlent

Skóla­starf á Co­vid-tímum í for­gangi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Menntamálaráðherra segir skólastarf í forgangi.
Menntamálaráðherra segir skólastarf í forgangi. Vísir/Vilhelm

Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er. Hún segist stolt af viðbragðsflýti og samstarfi í þeim skólum þar sem smit hefur komið upp en brýnir að ekki megi missa sjónar á mikilvægi menntunar og virkri þátttöku í skólastarfi.

Menntamálaráðherra fundaði í dag með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fulltrúum Kennarasambands Íslands og skólastjórnendum um stöðu skólastarfs í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Fram kom í máli Þórólfs að hlutfall barna af heildarfjölda smitaðra sé svipað og í fyrstu bylgju faraldursins, eða um ellefu prósent. Þá séu uppsöfnuð smit á hverja þúsund íbúa töluvert færri hjá börnum miðað við aðra aldurshópa.

Lítið sé um smit milli barna innan skólanna sjálfra en það hefur einnig sýnt sig af gögnum frá nágrannalöndum okkar.

Þórólfur sagði viðvarandi verkefni okkar í vetur, eins og áður, að stuðla áfram að góðum sóttvörnum – ekki síst í skólum.

„Mikilvægi einstaklingsbundna sóttvarna er ótvírætt en það er úthaldið einnig. Það að virða reglur um nálægðartakmörk og hámarksfjölda, fækka þeim sem fólk er í nánum tengslum við og standa saman, mun skila okkur árangri,“ sagði Þórólfur á fundinum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×