Fótbolti

Fékk fimm leikja bann fyrir að kalla mót­herjann „hel­vítis homma“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andre er á leið í langt frí.
Andre er á leið í langt frí. lars ronbog/getty

Andre Riel, leikmaður danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, er á leiðinni í fimm leikja bann eftir niðurlægjandi ummæli sem hann lét falla í leik gegn SönderjyskE.

Riel fékk reisupassann undir lok leiksins en leikurin endaði með 2-2 jafntefli. Hann var ósáttur við fríspark sem dómarinn dæmdi og sagði leikmanni Sönderyske að standa upp.

Í þokkabót bætti Riel við að umræddur leikmaður væri helvítis hommi. Jakob Kehlet, dómari leiksins, var ekki lengi að fara í vasann og ná í rauða spjaldið og henda honum í sturtu.

Nú hefur Riel verið dæmdur í fimm leikja bann. Tvo leiki fær hann fyrir beint rautt spjald en aganefnd danska sambandsins dæmdi hann í þrjá leiki til viðbótar vegna ummælanna.

Í yfirlýsingu Lyngby segir að félagið uni dóm sambandsins og segir að orðbragð Riel sé ekki ásættanlegt. Hann hefur sjálfur einnig beðist afsökunar á orðbragðinu en Lyngby berst í neðri hluta deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×