Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2020 16:00 Breiðablik verður Íslandsmeistari verði mótið blásið af en Valur á enn veika von ef að mótið verður klárað. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. Þetta kemur fram í könnun á vegum leikmannasamtaka Íslands þar sem spurningar voru lagðar fyrir leikmenn í Pepsi Max deildum karla og kvenna. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við RÚV í dag að enn sé stefnt að því að klára alla leiki á keppnistímabilinu, utanhúss, enda sé enn einn og hálfur mánuður til stefnu. Keppni væri vanalega lokið Snúin staða er uppi í íslenskum fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins. Hlé var gert á allri keppni í síðustu viku fram til 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Vanalega hefði Íslandsmótinu lokið um síðustu mánaðamót en enn eru fjórar umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og tvær umferðir í Pepsi Max deild kvenna, auk stöku frestaðra leikja frá því fyrr á leiktíðinni. Breiðablik fær Evrópusæti ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni en gæti annars þurft að berjast áfram fyrir því.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn úr öllum liðum í Pepsi Max-deildunum svöruðu könnuninni, alls 197 karlar og 177 konur. Hjá konunum vildu 59% þeirra sem afstöðu tóku að KSÍ myndi stöðva keppni og mótinu væri lokið. Alls svöruðu 47,5% kvenna því játandi, þriðjungur neitandi en 19,2% voru hlutlaus. Hjá körlunum vilja fleiri en færri halda keppni áfram. Alls kváðust 36% vilja blása keppni af, 43,7% vildu halda áfram en 20,3% tóku ekki afstöðu. Samtals voru því 41,4% á því að blása mótið af, 38,8% á móti því en 19,8% hlutlaus. Meirihluti, eða 59,6%, kvaðst óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun, og um það bil sama hlutfall kvaðst óttast að fá Covid 19 eða 61%. Samkvæmt reglugerð KSÍ vegna faraldursins, sem samþykkt var í sumar, hafa nógu margir leikir verið spilaðir til að mótið telji. Í reglugerðinni segir að ekki verði spilað lengur en til 1. desember, og að verði ekki öllum leikjum lokið skuli lokastaða liða ráðast af meðalfjölda stiga í spiluðum leikjum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. Þetta kemur fram í könnun á vegum leikmannasamtaka Íslands þar sem spurningar voru lagðar fyrir leikmenn í Pepsi Max deildum karla og kvenna. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við RÚV í dag að enn sé stefnt að því að klára alla leiki á keppnistímabilinu, utanhúss, enda sé enn einn og hálfur mánuður til stefnu. Keppni væri vanalega lokið Snúin staða er uppi í íslenskum fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins. Hlé var gert á allri keppni í síðustu viku fram til 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Vanalega hefði Íslandsmótinu lokið um síðustu mánaðamót en enn eru fjórar umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og tvær umferðir í Pepsi Max deild kvenna, auk stöku frestaðra leikja frá því fyrr á leiktíðinni. Breiðablik fær Evrópusæti ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni en gæti annars þurft að berjast áfram fyrir því.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn úr öllum liðum í Pepsi Max-deildunum svöruðu könnuninni, alls 197 karlar og 177 konur. Hjá konunum vildu 59% þeirra sem afstöðu tóku að KSÍ myndi stöðva keppni og mótinu væri lokið. Alls svöruðu 47,5% kvenna því játandi, þriðjungur neitandi en 19,2% voru hlutlaus. Hjá körlunum vilja fleiri en færri halda keppni áfram. Alls kváðust 36% vilja blása keppni af, 43,7% vildu halda áfram en 20,3% tóku ekki afstöðu. Samtals voru því 41,4% á því að blása mótið af, 38,8% á móti því en 19,8% hlutlaus. Meirihluti, eða 59,6%, kvaðst óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun, og um það bil sama hlutfall kvaðst óttast að fá Covid 19 eða 61%. Samkvæmt reglugerð KSÍ vegna faraldursins, sem samþykkt var í sumar, hafa nógu margir leikir verið spilaðir til að mótið telji. Í reglugerðinni segir að ekki verði spilað lengur en til 1. desember, og að verði ekki öllum leikjum lokið skuli lokastaða liða ráðast af meðalfjölda stiga í spiluðum leikjum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira