Enginn af Íslandsförunum má spila með U21 ára liði Ítala annað kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 14:00 Alberto Bollini, þjálfari 20 ára landsliðsins, var kallaður út ásamt strákunum sínum til að redda málunum fyrir U21 árs landsliðið. Getty/Emilio Andreoli Ítalska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að tefla fram undir tuttugu ára liði sínu í stað 21 árs landsliðsins í undankeppni EM Ítalir eru í riðli með Íslandi og mættu til Íslands fyrir helgi. Það þurfti hins vegar að fresta leiknum þar sem það kom upp kórónuveirusmit innan ítalska liðsins. Tveir leikmaður og einn starfsmaður voru með kórónuveiruna við skimun í Leifsstöð. Næsti leikur Ítala er á morgun á móti Írum og sá leikur fer fram annað kvöld. Ítalir mega aftur á móti ekki spila leikmönnunum sem komu til Íslands. Italy to field their U-20 team in U-21 qualifier against Ireland due to Covid caseshttps://t.co/F3RX451sdo pic.twitter.com/k1F7jvw42c— Independent Sport (@IndoSport) October 12, 2020 Það er mikil spenna í riðlinum en íslenska liðið mætir Lúxemborg annað kvöld. Írar eru með 16 stig í efsta sæti riðilsins, þremur stigum meira en Ítalir og fjórum stigum meira en Svíþjóð og Ísland. Ítalía og Ísland hafa hins vegar leikið leik færra. Írski landsliðsþjálfarinn Jim Crawford sagði í viðtali við Independent að hann vissi í raun ekkert um hvaða leikmenn myndu spila fyrir Ítalíu í leiknum annað kvöld. Ítalska knattspyrnusambandið gaf þó frá sér þá yfirlýsingu að það hefði tekið þá ákvörðun að tefla fram U-20 ára liðinu og nýju þjálfarateymi í leiknum til að gæta fyllsta öryggis og geta fylgt sóttvarnarreglum. Alberto Bollini er þjálfari tuttugu ára landsliðsins og hefur verið með liðið í æfingabúðum í Flórens síðan 7. október. Liðið er búið að fara í tvö kórónveirupróf síðan og allir hafa verið neikvæðir. Ítalska sambandið hefur þó lagt inn beiðnir að fjórir leikmenn U-21 árs liðsins, Patrick Cutrone, Samuele Ricci, Riccardo Sottil og Sandro Tonali, fái leyfi til þess að spila leikinn. Fótbolti Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Þrír úr ítalska 21 árs landsliðinu greindust með kórónuveiruna við komuna í Keflavík 21 árs landsleikur Íslands og Ítalíu í dag er í uppnámi eftir að þrír úr ítalska hópnum mættu til Íslands með COVID-19. 9. október 2020 09:20 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Ítalska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að tefla fram undir tuttugu ára liði sínu í stað 21 árs landsliðsins í undankeppni EM Ítalir eru í riðli með Íslandi og mættu til Íslands fyrir helgi. Það þurfti hins vegar að fresta leiknum þar sem það kom upp kórónuveirusmit innan ítalska liðsins. Tveir leikmaður og einn starfsmaður voru með kórónuveiruna við skimun í Leifsstöð. Næsti leikur Ítala er á morgun á móti Írum og sá leikur fer fram annað kvöld. Ítalir mega aftur á móti ekki spila leikmönnunum sem komu til Íslands. Italy to field their U-20 team in U-21 qualifier against Ireland due to Covid caseshttps://t.co/F3RX451sdo pic.twitter.com/k1F7jvw42c— Independent Sport (@IndoSport) October 12, 2020 Það er mikil spenna í riðlinum en íslenska liðið mætir Lúxemborg annað kvöld. Írar eru með 16 stig í efsta sæti riðilsins, þremur stigum meira en Ítalir og fjórum stigum meira en Svíþjóð og Ísland. Ítalía og Ísland hafa hins vegar leikið leik færra. Írski landsliðsþjálfarinn Jim Crawford sagði í viðtali við Independent að hann vissi í raun ekkert um hvaða leikmenn myndu spila fyrir Ítalíu í leiknum annað kvöld. Ítalska knattspyrnusambandið gaf þó frá sér þá yfirlýsingu að það hefði tekið þá ákvörðun að tefla fram U-20 ára liðinu og nýju þjálfarateymi í leiknum til að gæta fyllsta öryggis og geta fylgt sóttvarnarreglum. Alberto Bollini er þjálfari tuttugu ára landsliðsins og hefur verið með liðið í æfingabúðum í Flórens síðan 7. október. Liðið er búið að fara í tvö kórónveirupróf síðan og allir hafa verið neikvæðir. Ítalska sambandið hefur þó lagt inn beiðnir að fjórir leikmenn U-21 árs liðsins, Patrick Cutrone, Samuele Ricci, Riccardo Sottil og Sandro Tonali, fái leyfi til þess að spila leikinn.
Fótbolti Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Þrír úr ítalska 21 árs landsliðinu greindust með kórónuveiruna við komuna í Keflavík 21 árs landsleikur Íslands og Ítalíu í dag er í uppnámi eftir að þrír úr ítalska hópnum mættu til Íslands með COVID-19. 9. október 2020 09:20 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35
Þrír úr ítalska 21 árs landsliðinu greindust með kórónuveiruna við komuna í Keflavík 21 árs landsleikur Íslands og Ítalíu í dag er í uppnámi eftir að þrír úr ítalska hópnum mættu til Íslands með COVID-19. 9. október 2020 09:20