Enginn af Íslandsförunum má spila með U21 ára liði Ítala annað kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 14:00 Alberto Bollini, þjálfari 20 ára landsliðsins, var kallaður út ásamt strákunum sínum til að redda málunum fyrir U21 árs landsliðið. Getty/Emilio Andreoli Ítalska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að tefla fram undir tuttugu ára liði sínu í stað 21 árs landsliðsins í undankeppni EM Ítalir eru í riðli með Íslandi og mættu til Íslands fyrir helgi. Það þurfti hins vegar að fresta leiknum þar sem það kom upp kórónuveirusmit innan ítalska liðsins. Tveir leikmaður og einn starfsmaður voru með kórónuveiruna við skimun í Leifsstöð. Næsti leikur Ítala er á morgun á móti Írum og sá leikur fer fram annað kvöld. Ítalir mega aftur á móti ekki spila leikmönnunum sem komu til Íslands. Italy to field their U-20 team in U-21 qualifier against Ireland due to Covid caseshttps://t.co/F3RX451sdo pic.twitter.com/k1F7jvw42c— Independent Sport (@IndoSport) October 12, 2020 Það er mikil spenna í riðlinum en íslenska liðið mætir Lúxemborg annað kvöld. Írar eru með 16 stig í efsta sæti riðilsins, þremur stigum meira en Ítalir og fjórum stigum meira en Svíþjóð og Ísland. Ítalía og Ísland hafa hins vegar leikið leik færra. Írski landsliðsþjálfarinn Jim Crawford sagði í viðtali við Independent að hann vissi í raun ekkert um hvaða leikmenn myndu spila fyrir Ítalíu í leiknum annað kvöld. Ítalska knattspyrnusambandið gaf þó frá sér þá yfirlýsingu að það hefði tekið þá ákvörðun að tefla fram U-20 ára liðinu og nýju þjálfarateymi í leiknum til að gæta fyllsta öryggis og geta fylgt sóttvarnarreglum. Alberto Bollini er þjálfari tuttugu ára landsliðsins og hefur verið með liðið í æfingabúðum í Flórens síðan 7. október. Liðið er búið að fara í tvö kórónveirupróf síðan og allir hafa verið neikvæðir. Ítalska sambandið hefur þó lagt inn beiðnir að fjórir leikmenn U-21 árs liðsins, Patrick Cutrone, Samuele Ricci, Riccardo Sottil og Sandro Tonali, fái leyfi til þess að spila leikinn. Fótbolti Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Þrír úr ítalska 21 árs landsliðinu greindust með kórónuveiruna við komuna í Keflavík 21 árs landsleikur Íslands og Ítalíu í dag er í uppnámi eftir að þrír úr ítalska hópnum mættu til Íslands með COVID-19. 9. október 2020 09:20 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Ítalska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að tefla fram undir tuttugu ára liði sínu í stað 21 árs landsliðsins í undankeppni EM Ítalir eru í riðli með Íslandi og mættu til Íslands fyrir helgi. Það þurfti hins vegar að fresta leiknum þar sem það kom upp kórónuveirusmit innan ítalska liðsins. Tveir leikmaður og einn starfsmaður voru með kórónuveiruna við skimun í Leifsstöð. Næsti leikur Ítala er á morgun á móti Írum og sá leikur fer fram annað kvöld. Ítalir mega aftur á móti ekki spila leikmönnunum sem komu til Íslands. Italy to field their U-20 team in U-21 qualifier against Ireland due to Covid caseshttps://t.co/F3RX451sdo pic.twitter.com/k1F7jvw42c— Independent Sport (@IndoSport) October 12, 2020 Það er mikil spenna í riðlinum en íslenska liðið mætir Lúxemborg annað kvöld. Írar eru með 16 stig í efsta sæti riðilsins, þremur stigum meira en Ítalir og fjórum stigum meira en Svíþjóð og Ísland. Ítalía og Ísland hafa hins vegar leikið leik færra. Írski landsliðsþjálfarinn Jim Crawford sagði í viðtali við Independent að hann vissi í raun ekkert um hvaða leikmenn myndu spila fyrir Ítalíu í leiknum annað kvöld. Ítalska knattspyrnusambandið gaf þó frá sér þá yfirlýsingu að það hefði tekið þá ákvörðun að tefla fram U-20 ára liðinu og nýju þjálfarateymi í leiknum til að gæta fyllsta öryggis og geta fylgt sóttvarnarreglum. Alberto Bollini er þjálfari tuttugu ára landsliðsins og hefur verið með liðið í æfingabúðum í Flórens síðan 7. október. Liðið er búið að fara í tvö kórónveirupróf síðan og allir hafa verið neikvæðir. Ítalska sambandið hefur þó lagt inn beiðnir að fjórir leikmenn U-21 árs liðsins, Patrick Cutrone, Samuele Ricci, Riccardo Sottil og Sandro Tonali, fái leyfi til þess að spila leikinn.
Fótbolti Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Þrír úr ítalska 21 árs landsliðinu greindust með kórónuveiruna við komuna í Keflavík 21 árs landsleikur Íslands og Ítalíu í dag er í uppnámi eftir að þrír úr ítalska hópnum mættu til Íslands með COVID-19. 9. október 2020 09:20 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35
Þrír úr ítalska 21 árs landsliðinu greindust með kórónuveiruna við komuna í Keflavík 21 árs landsleikur Íslands og Ítalíu í dag er í uppnámi eftir að þrír úr ítalska hópnum mættu til Íslands með COVID-19. 9. október 2020 09:20