Fótbolti

Fjórir lykilmenn ekki með gegn Belgum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð Finnbogason meiddist aftan í læri.
Alfreð Finnbogason meiddist aftan í læri. vísir/vilhelm

Þrír leikmenn Íslands meiddust í leiknum gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. Danir unnu 0-3 sigur.

Alfreð Finnbogason meiddist aftan í læri eftir um tíu mínútna leik og þurfti að fara af velli.

Aron Einar Gunnarsson fór af velli í hálfleik en að sögn Eriks Hamrén á blaðamannafundi eftir leikinn var fyrirliðinn stífur aftan í læri og því var engin áhætta tekin með hann.

Ragnar Sigurðsson þurfti síðan að fara af velli undir lok leiksins eftir að hann meiddist í kálfa.

Enginn þeirra mun spila gegn Belgíu á miðvikudaginn. Sömu sögu er að segja af Jóhanni Berg Guðmundssyni. Hann fann fyrir eymslum í gær og því var ákveðið að hvíla hann í leiknum í dag.

Hamrén sagði leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn hefði tekið sinn toll og setið í íslenska liðinu í dag.


Tengdar fréttir

Gylfi: Danir voru miklu betri

Gylfi Þór Sigurðsson segir Dani hafa verið mun betri í kvöld og átt sigurinn fyllilega skilið.

Mjög mikið afrek að vinna svo stóran sigur hér

„Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta.

Hamrén skildi ekkert í fyrsta marki Dana

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 3-0 tapið gegn Dönum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var þó stoltur af frammistöðunni í fyrri hálfleik og segir að liðið hafi átt skilið meira en að vera 1-0 undir í hálfleik.

Hannes segir boltann ekki hafa verið inni

„Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum.

Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi

Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×