Mjög mikið afrek að vinna svo stóran sigur hér Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2020 21:14 Kasper Hjulmand á hlaupabrautinni í Laugardal í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Hjulmand talaði vel um íslenska liðið bæði fyrir og eftir leik, og ljóst að hann var kampakátur með fyrsta sigur danska liðsins í keppninni í ár: „Ég ber mikla virðingu fyrir þessum íslenska leikmannahópi og því sem hann hefur afrekað. Ef að þeir tapa á heimavelli eru það samt alltaf mjög jafnir leikir og þá nánast alltaf naum töp. Það er mjög mikið afrek að vinna 3-0 sigur hérna,“ sagði Hjulmand. Það reyndi ekki mikið á Kasper Schmeichel í kvöld en hér er hann þó í þann mund að fara að verja frá Mikael Andersyni.VÍSIR/VILHELM Danir komust yfir í blálokin á fyrri hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virtist markið ekki eiga að standa. Hvað fannst Hjulmand, fór boltinn inn fyrir línuna? „Ég hef ekki hugmynd , ég sá það ekki þar sem ég var og hef ekki horft á þetta aftur,“ sagði þjálfarinn og brosti. Ljóst er að Hjulmand gat verið ánægður með afar margt eftir leikinn í kvöld. Hver var lykillinn að sigrinum? „Ég held að við höfum stjórnað leiknum. Við vorum mikið með boltann, reyndum að sækja út fyrir þétta pakkann þeirra, áttum hættulegar fyrirgjafir, vorum fljótir að sækja og héldum þeim vel frá markinu okkar. Þetta var heilt yfir mjög góð frammistaða og ég held að við höfum verið betra liðið.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06 Ísland búið að fá á sig fleiri mörk í Þjóðadeildinni en öll landslið Evrópu Íslenska landsliðið er með markatöluna 2-22 í fyrstu sjö leikjum sínum í Þjóðadeild UEFA. 11. október 2020 20:49 Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43 Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40 Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Hjulmand talaði vel um íslenska liðið bæði fyrir og eftir leik, og ljóst að hann var kampakátur með fyrsta sigur danska liðsins í keppninni í ár: „Ég ber mikla virðingu fyrir þessum íslenska leikmannahópi og því sem hann hefur afrekað. Ef að þeir tapa á heimavelli eru það samt alltaf mjög jafnir leikir og þá nánast alltaf naum töp. Það er mjög mikið afrek að vinna 3-0 sigur hérna,“ sagði Hjulmand. Það reyndi ekki mikið á Kasper Schmeichel í kvöld en hér er hann þó í þann mund að fara að verja frá Mikael Andersyni.VÍSIR/VILHELM Danir komust yfir í blálokin á fyrri hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virtist markið ekki eiga að standa. Hvað fannst Hjulmand, fór boltinn inn fyrir línuna? „Ég hef ekki hugmynd , ég sá það ekki þar sem ég var og hef ekki horft á þetta aftur,“ sagði þjálfarinn og brosti. Ljóst er að Hjulmand gat verið ánægður með afar margt eftir leikinn í kvöld. Hver var lykillinn að sigrinum? „Ég held að við höfum stjórnað leiknum. Við vorum mikið með boltann, reyndum að sækja út fyrir þétta pakkann þeirra, áttum hættulegar fyrirgjafir, vorum fljótir að sækja og héldum þeim vel frá markinu okkar. Þetta var heilt yfir mjög góð frammistaða og ég held að við höfum verið betra liðið.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06 Ísland búið að fá á sig fleiri mörk í Þjóðadeildinni en öll landslið Evrópu Íslenska landsliðið er með markatöluna 2-22 í fyrstu sjö leikjum sínum í Þjóðadeild UEFA. 11. október 2020 20:49 Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43 Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40 Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira
Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06
Ísland búið að fá á sig fleiri mörk í Þjóðadeildinni en öll landslið Evrópu Íslenska landsliðið er með markatöluna 2-22 í fyrstu sjö leikjum sínum í Þjóðadeild UEFA. 11. október 2020 20:49
Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43
Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40
Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34