Fótbolti

Hamrén skildi ekkert í fyrsta marki Dana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erik Hamren á hliðarlínunni í kvöld.
Erik Hamren á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 3-0 tapið gegn Dönum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var þó stoltur af frammistöðunni í fyrri hálfleik og segir að liðið hafi átt skilið meira en að vera 1-0 undir í hálfleik.

„Ég er vonsvikinn. Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik. Þeir voru með boltann meira en við bjuggumst við því. Það voru liðnar þrjátíu mínútur þegar þeir áttu fyrsta skotið á markið,“ sagði Erik Hamrén í leikslok.

„Við fengum góð færi og verðum skora úr þeim. Mörk breyta leikjum. Ég get ekki skilið fyrsta markið. Þetta er hræðilegt. Við reyndum í seinni hálfleik en þetta var slakt í öðru markinu eftir innkastið. Þá er staðan 2-0 og svo er þetta erfitt. Ég er vonsvikinn en mér fannst við eiga meira skilið í fyrri hálfleik en vera 0-1 undir.“

Hamren segir að aðdragandinn í öðru marki Dana hafi ekki verið af æfingasvæðinu er Íslendingar stilltu upp í skot fyrir Rúnar Már Sigurjónsson sem skilaði sér í því að Christian Eriksen slapp einn í gegn.

„Nei. Þetta var ekki uppsett. Stundum taka menn ákvarðanir en ef liðið hefði verið í meira jafnvægi hefði þetta ekki gerst. Þetta var slakt af okkur í öðru markinu.“

„Mér fannst við spila vel. Við verðum að skora. Við sættum okkur við að þeir voru með boltann en við fengum færin og þegar við lendum 2-0 undir þá erum við í vandræðum.“

Hann segir að það séu allar líkur á að einhverjar breytingar verða gerðir á liðinu á miðvikudaginn er þeir mæta Belgíu.

„Það eru meiðsli og svo munum við sjá hvernig menn eru á morgun en það eru ekki miklar líkur á að einhver spili þrjá leiki. Við getum ekki spilað á sama liðinu í þremur leikjum á einni viku,“ sagði Hamrén.

Klippa: Viðtal við Erik Hamrén eftir Danaleik

Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi

Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×