Højbjerg er spenntur fyrir tíunda leiknum á rétt rúmum mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 11:50 Það hefur gengið ágætlega í síðustu tveimur leikjum Pierre-Emile Højbjerg. 6-1 sigur á Man Utd á Old Trafford og svo 4-0 sigur gegn Færeyjum á miðvikudaginn var. Alex Livesey/Getty Images Pierre-Emile Højbjerg gekk í raðir Tottenham Hotspur í sumar eftir að hafa leikið með Southampton í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2016. Hann býst við erfiðum leik gegn Íslandi í kvöld. Hann segir ekkert mál að finna hvatningu fyrir jafn spennandi og erfiðan leik og hann reiknar með í kvöld. „Ég býst við mjög góðu liði sem er fullt sjálfstrausts eftir að hafa unnið mikilvægan sigur á dögunum. Ég býst við liði sem er líkamlega sterkt þar sem leikmenn þekkja hvorn annan og hlutverk sín mjög eftir að hafa spilað lengi saman,“ sagði miðjumaðurinn öflugi við Vísi fyrir leik kvöldsins. „Þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár svo ég reikna með mjög sterku liði,“ bætti hinn 25 ára gamli Højbjerg við. Højbjerg var spurður hvort það væri nokkuð erfitt að gíra sig upp í leik sem þennan. Síðustu leiktíð lauk ekki fyrr en nú í sumar og ekki var sumarfríið langt. Síðan 5. september hefur hann spilað níu leiki, tvo með Danmörku og sjö með Tottenham. „Alls ekki. Ég hlakka mjög til leiksins gegn Íslandi í kvöld. Ísland er með mjög gott lið eins og við vitum. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið svo það er alls ekkert vandamál að gíra sig upp í leik sem þennan.“ „Ekki bara leikmennina heldur allt landið þar sem það á liðið ef svo má að orði komast. Ég held að allir vilji sýna sinn stuðning og við myndum vilja sýna hversu mikils við virðum stuðningsfólk okkar. Ég held að allir knattspyrnumenn myndu vilja spila fyrir troðfullum leikvangi en það er ekki hægt í núverandi ástandi. Það mikilvægasta er að allir séu heilsuhraustir, fari eftir fyrirmælum stjórnvalda og að við komum út úr þessu á eins góðan hátt og hægt er,“ sagði Højbjerg aðspurður hvaða áhrif það hefði á leikmenn að það væru engir áhorfendur. Að lokum var hann spurður við hverju mætti búast frá danska liðinu í kvöld. „Liði sem er vel undirbúið, tilbúið í leikinn og vonandi tilbúið að berjast við íslenska liðið frá fyrstu mínútu og sækja þrjú stig.“ Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Danska landsliðið sem er mætt hingað til lands hefur átt einkar góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 18 sem það hefur spilað. 11. október 2020 09:30 Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Pierre-Emile Højbjerg gekk í raðir Tottenham Hotspur í sumar eftir að hafa leikið með Southampton í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2016. Hann býst við erfiðum leik gegn Íslandi í kvöld. Hann segir ekkert mál að finna hvatningu fyrir jafn spennandi og erfiðan leik og hann reiknar með í kvöld. „Ég býst við mjög góðu liði sem er fullt sjálfstrausts eftir að hafa unnið mikilvægan sigur á dögunum. Ég býst við liði sem er líkamlega sterkt þar sem leikmenn þekkja hvorn annan og hlutverk sín mjög eftir að hafa spilað lengi saman,“ sagði miðjumaðurinn öflugi við Vísi fyrir leik kvöldsins. „Þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár svo ég reikna með mjög sterku liði,“ bætti hinn 25 ára gamli Højbjerg við. Højbjerg var spurður hvort það væri nokkuð erfitt að gíra sig upp í leik sem þennan. Síðustu leiktíð lauk ekki fyrr en nú í sumar og ekki var sumarfríið langt. Síðan 5. september hefur hann spilað níu leiki, tvo með Danmörku og sjö með Tottenham. „Alls ekki. Ég hlakka mjög til leiksins gegn Íslandi í kvöld. Ísland er með mjög gott lið eins og við vitum. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið svo það er alls ekkert vandamál að gíra sig upp í leik sem þennan.“ „Ekki bara leikmennina heldur allt landið þar sem það á liðið ef svo má að orði komast. Ég held að allir vilji sýna sinn stuðning og við myndum vilja sýna hversu mikils við virðum stuðningsfólk okkar. Ég held að allir knattspyrnumenn myndu vilja spila fyrir troðfullum leikvangi en það er ekki hægt í núverandi ástandi. Það mikilvægasta er að allir séu heilsuhraustir, fari eftir fyrirmælum stjórnvalda og að við komum út úr þessu á eins góðan hátt og hægt er,“ sagði Højbjerg aðspurður hvaða áhrif það hefði á leikmenn að það væru engir áhorfendur. Að lokum var hann spurður við hverju mætti búast frá danska liðinu í kvöld. „Liði sem er vel undirbúið, tilbúið í leikinn og vonandi tilbúið að berjast við íslenska liðið frá fyrstu mínútu og sækja þrjú stig.“ Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Danska landsliðið sem er mætt hingað til lands hefur átt einkar góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 18 sem það hefur spilað. 11. október 2020 09:30 Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Danska landsliðið sem er mætt hingað til lands hefur átt einkar góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 18 sem það hefur spilað. 11. október 2020 09:30
Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16
Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55