Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 19:01 Kasper Hjulmand tók við stjórn danska liðsins á þessu ári. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Ísland og Danmörk mætast í Þjóðadeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Íslenska liðið lagði Rúmena á fimmtudaginn og tryggði sér þar með úrslitaleik gegn Ungverjum um sæti á Evrópumótinu 2020. Danska liðið er þegar komið með farseðilinn þangað en hefur - líkt og Ísland - ekki enn landað sigri í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Kasper Hjulmland, þjálfari liðsins, segir að lið sitt sé tilbúið og býst við erfiðum leik. „Ég býst við mjög erfiðum leik, Ísland er verðugur mótherji. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu, sérstaklega hér í Reykjavík þar sem þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, um leikinn annað kvöld. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu í mörg ár og ber mikla virðingu fyrir liðinu. Ég tel ekki að þetta sé leikur sem við verðum að vinna [e. must win]. Þetta er hins vegar lykilleikur fyrir báðar þjóðir, við erum tilbúnir að berjast og tilbúnir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í þrjú stig,“ sagði Hjulmand einnig. „Áhorfendaleysi hefur áhrif á leiki um alla Evrópu, bæði hjá félags- og landsliðum. Ég held að það eina jákvæða sem við getum tekið úr þessu er að við áttum okkur á af hverju við erum hér. Fótbolti snýst um fólkið og við söknum allir stuðningsfólks okkar, þau eru ástæðan fyrir því að við gerum þetta. Ég vona að við getum hleypt þeim á völlinn sem fyrst,“ sagði þjálfari Dana aðspurður hvort hann teldi að áhorfendaleysi myndi hafa áhrif á leik morgundagsins. Um breyttan leikstíl danska liðsins Hjulmland er nýtekinn við danska liðinu en hann tók við af Åge Hareide í júlí á þessu ári. Hann er að reyna þróa leikstíl liðsins. Hann vill spila 4-3-3 leikkerfi og leggur ef til vill meiri áherslu á að halda boltanum heldur en Danir hafa gert undanfarin ár. „Hann [leikstíllinn] er mjög ungur. Ég er ekki að reyna finna upp hjólið. Þetta snýst um að þróa leik okkar. Sama hver er þjálfari þá mun hann reyna þróa leikstíl liðs síns. Ég tók við liði sem var mjög vel þjálfað og hafði góðan grunn. Ég er að reyna bæta nokkrum nýjum hlutum við, líkt og allir þjálfarar myndu gera.“ „Ég held að við höfum þegar sýnt framfarir gegn Englandi og Belgíu, áttum góðan leik gegn Færeyjum á miðvikudag og við reynum að byggja ofan á hvern leik. Við höfum ekki náð mörgum æfingum svo við verðum að taka einn leik í einu en ég tel okkur vera á réttri braut. Þetta er mjög góður hópur, leikmennirnir eru frábærir, við erum hungraðir í að vinna meira og erum tilbúnir í leikinn.“ Við hverju má búast frá danska liðinu á morgun „Það má búast við því að við séum tilbúnir og það má búast við því að við munum spila með því hugrekki og ástríðu sem þarf til að vinna Ísland. Við verðum að vera harðir í horn að taka og fara í öll návígi af krafti. Við verðum að jafna ástríðu þeirra og liðsanda. Bæta svo okkar leikstíl ofan á það. Það má reikna með að sjá lið sem vill stjórna leiknum og gera sitt besta til að vinna leikinn,“ sagði Hjulmand að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Ísland og Danmörk mætast í Þjóðadeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Íslenska liðið lagði Rúmena á fimmtudaginn og tryggði sér þar með úrslitaleik gegn Ungverjum um sæti á Evrópumótinu 2020. Danska liðið er þegar komið með farseðilinn þangað en hefur - líkt og Ísland - ekki enn landað sigri í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Kasper Hjulmland, þjálfari liðsins, segir að lið sitt sé tilbúið og býst við erfiðum leik. „Ég býst við mjög erfiðum leik, Ísland er verðugur mótherji. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu, sérstaklega hér í Reykjavík þar sem þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, um leikinn annað kvöld. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu í mörg ár og ber mikla virðingu fyrir liðinu. Ég tel ekki að þetta sé leikur sem við verðum að vinna [e. must win]. Þetta er hins vegar lykilleikur fyrir báðar þjóðir, við erum tilbúnir að berjast og tilbúnir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í þrjú stig,“ sagði Hjulmand einnig. „Áhorfendaleysi hefur áhrif á leiki um alla Evrópu, bæði hjá félags- og landsliðum. Ég held að það eina jákvæða sem við getum tekið úr þessu er að við áttum okkur á af hverju við erum hér. Fótbolti snýst um fólkið og við söknum allir stuðningsfólks okkar, þau eru ástæðan fyrir því að við gerum þetta. Ég vona að við getum hleypt þeim á völlinn sem fyrst,“ sagði þjálfari Dana aðspurður hvort hann teldi að áhorfendaleysi myndi hafa áhrif á leik morgundagsins. Um breyttan leikstíl danska liðsins Hjulmland er nýtekinn við danska liðinu en hann tók við af Åge Hareide í júlí á þessu ári. Hann er að reyna þróa leikstíl liðsins. Hann vill spila 4-3-3 leikkerfi og leggur ef til vill meiri áherslu á að halda boltanum heldur en Danir hafa gert undanfarin ár. „Hann [leikstíllinn] er mjög ungur. Ég er ekki að reyna finna upp hjólið. Þetta snýst um að þróa leik okkar. Sama hver er þjálfari þá mun hann reyna þróa leikstíl liðs síns. Ég tók við liði sem var mjög vel þjálfað og hafði góðan grunn. Ég er að reyna bæta nokkrum nýjum hlutum við, líkt og allir þjálfarar myndu gera.“ „Ég held að við höfum þegar sýnt framfarir gegn Englandi og Belgíu, áttum góðan leik gegn Færeyjum á miðvikudag og við reynum að byggja ofan á hvern leik. Við höfum ekki náð mörgum æfingum svo við verðum að taka einn leik í einu en ég tel okkur vera á réttri braut. Þetta er mjög góður hópur, leikmennirnir eru frábærir, við erum hungraðir í að vinna meira og erum tilbúnir í leikinn.“ Við hverju má búast frá danska liðinu á morgun „Það má búast við því að við séum tilbúnir og það má búast við því að við munum spila með því hugrekki og ástríðu sem þarf til að vinna Ísland. Við verðum að vera harðir í horn að taka og fara í öll návígi af krafti. Við verðum að jafna ástríðu þeirra og liðsanda. Bæta svo okkar leikstíl ofan á það. Það má reikna með að sjá lið sem vill stjórna leiknum og gera sitt besta til að vinna leikinn,“ sagði Hjulmand að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45