Einn leikur var dagskrá úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Manchester United tók á móti Tottenham Hotspur og ólíkt leik karlaliða félagsins á dögunum þá var það Man Utd sem hafði betur í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Millie Turner sem stangaði knöttinn af alefli í netið eftir hornspyrnu á 67. mínútu og tryggði Man United þar með 1-0 sigur.
Another @TobinHeath assist as @MillieTurner_ breaks the deadlock! #MUWomen lead 1-0, with less than 10 minutes of normal time remaining.pic.twitter.com/wb9xQwSv78
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) October 10, 2020
Sigurinn lyftir Man Utd upp á topp deildarinnar, allavega tímabundið. Liðið er með 10 stig að loknum fjórum leikjum en Arsenal og Everton koma þar á eftir með níu stig ásamt því að eiga leik til góða.
Á morgun er svo stórleikur Chelsea og Manchester City en bæði lið eru með sjö stig að loknum þremur leikjum.
No matter what happens we will always have the character to bounce back...and that s how you do it!! Always together pic.twitter.com/jFqtqVt7DI
— Millie Turner (@MillieTurner_) October 10, 2020