Vonbrigði að vera kallaður „hrokafullur grilllæknir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 10:21 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Stöð 2 Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. Þar á meðal séu staðreyndir um stærð fyrri bylgju faraldursins, ástand á núverandi bylgju og vangaveltur um hvað mögulega sé að vænta. Brynjar birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann meðal annars setti spurningamerki við útreikninga Ragnars Freys sem hann setti fram í pistli í gær og gagnrýndi Brynjar fyrir afstöðu sína til kórónuveiruaðgerða. Landsþekktur grillari í læknastétt tók fram grillspaðann í gær til að grilla heimsku þingmannsdrusluna, Náði læknirinn...Posted by Brynjar Níelsson on Friday, October 9, 2020 Brynjar fullyrti í samtali við mbl.is á fimmtudag að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við fleiri Covid-sjúklinga. Þá sagði hann að ríkisstjórnin hlyti að velta því oft upp hvort ástæða væri til að fara rólegar í sóttvarnaaðgerðir en skaðsemi þeirra kynni að vera meiri en augljós heilsufarslegur skaði af völdum veirunnar. Ragnar gagnrýndi þessa afstöðu Brynjars í pistli sem hann birti á Facebook á fimmtudag og sagði hann ljóst að ef faraldurinn fengi að dreifast um samfélagið án þess að gripið yrði til takmarkana myndi fjöldi sýktra margfaldast. Brynjar svaraði pistli Ragnars á Facebook í gær og kallaði hann Ragnar „landsþekktan grillara í læknastétt“ og vísaði þar til þess að Ragnar er þekktur matgæðingur undir nafninu Læknirinn í eldhúsinu. Brynjar Níelsson birtir þessa færslu um athugasemdir mínar við málflutning hans um hættur COVID-19 faraldursins. Ég...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Friday, October 9, 2020 Ragnar svarar þessu í Facebook-færslu sem hann birti í gærkvöldi og segir hann miður að Brynjar skyldi kalla hann „hrokafullan grilllækni.“ „Sem eru viss vonbrigði þar sem ég hef reynt við fleiri tegundir eldamennsku í gegn um árin. Sous vide, franska, sænska, þýska, ítalska… sem eru tilefni í miklu skemmtilegri viðurnefni!“ skrifar Ragnar. „Ég verð augljóslega að gera betur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. Þar á meðal séu staðreyndir um stærð fyrri bylgju faraldursins, ástand á núverandi bylgju og vangaveltur um hvað mögulega sé að vænta. Brynjar birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann meðal annars setti spurningamerki við útreikninga Ragnars Freys sem hann setti fram í pistli í gær og gagnrýndi Brynjar fyrir afstöðu sína til kórónuveiruaðgerða. Landsþekktur grillari í læknastétt tók fram grillspaðann í gær til að grilla heimsku þingmannsdrusluna, Náði læknirinn...Posted by Brynjar Níelsson on Friday, October 9, 2020 Brynjar fullyrti í samtali við mbl.is á fimmtudag að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við fleiri Covid-sjúklinga. Þá sagði hann að ríkisstjórnin hlyti að velta því oft upp hvort ástæða væri til að fara rólegar í sóttvarnaaðgerðir en skaðsemi þeirra kynni að vera meiri en augljós heilsufarslegur skaði af völdum veirunnar. Ragnar gagnrýndi þessa afstöðu Brynjars í pistli sem hann birti á Facebook á fimmtudag og sagði hann ljóst að ef faraldurinn fengi að dreifast um samfélagið án þess að gripið yrði til takmarkana myndi fjöldi sýktra margfaldast. Brynjar svaraði pistli Ragnars á Facebook í gær og kallaði hann Ragnar „landsþekktan grillara í læknastétt“ og vísaði þar til þess að Ragnar er þekktur matgæðingur undir nafninu Læknirinn í eldhúsinu. Brynjar Níelsson birtir þessa færslu um athugasemdir mínar við málflutning hans um hættur COVID-19 faraldursins. Ég...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Friday, October 9, 2020 Ragnar svarar þessu í Facebook-færslu sem hann birti í gærkvöldi og segir hann miður að Brynjar skyldi kalla hann „hrokafullan grilllækni.“ „Sem eru viss vonbrigði þar sem ég hef reynt við fleiri tegundir eldamennsku í gegn um árin. Sous vide, franska, sænska, þýska, ítalska… sem eru tilefni í miklu skemmtilegri viðurnefni!“ skrifar Ragnar. „Ég verð augljóslega að gera betur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55
Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50