Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 9. október 2020 18:58 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að frekari stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki og listafólk vegna tekjufalls sé nú í undirbúningi. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að framlengja og hækka lokunarstyrki til fyrirtækja sem þurft hafa að loka vegna sóttvarnaaðgerða. Fjölmörg fyrirtæki hafa þurft að skella í lás vegna hertra sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum undanfarna mánuði, til að mynda líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir og hárgreiðslustofur. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að koma til móts við þessi fyrirtæki og hækka lokunarstyrki frá því í vor, þannig að greiddar verði allt að sex hundruð þúsund krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi komið til móts við þá gagnrýni sem hún hafi fengið. „Það er að segja að lokunarstyrkir í vor nýttust fyrst og fremst litlum fyrirtækjum. Við höfum hækkað heildarþakið þannig að þetta mun gagnast líka þeim stærri fyrirtækjum sem núna hefur verið gert að loka,“ segir Katrín. Hún áætlar að heildarkostnaður við þetta gæti orðið orðið á bilinu 3-400 milljónir króna miðað við mánaðarlokun. Þá séu frekar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum og öðrum í undirbúningi. „Sem snúast um að mæta þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli. Þar hefur ferðaþjónustan auðvitað verið nefnd, þar sem auðvitað mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli. Að þessir aðilar séu styrktir til að geta haldið ákveðinni lágmarksstarfsemi og fólki í vinnu,“ segir Katrín. „Sömuleiðis erum við að undirbúa aðgerðir fyrir tónlistar og sviðslistafólk.“ Aðgerðirnar hafa hingað til almennt miðast við 75 prósent tekjufall. Katrín segir að verið sé að vinna í útfærslum á boðuðum viðbótaraðgerðum og þær muni skýrast síðar í þessum mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04 „Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira
Forsætisráðherra segir að frekari stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki og listafólk vegna tekjufalls sé nú í undirbúningi. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að framlengja og hækka lokunarstyrki til fyrirtækja sem þurft hafa að loka vegna sóttvarnaaðgerða. Fjölmörg fyrirtæki hafa þurft að skella í lás vegna hertra sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum undanfarna mánuði, til að mynda líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir og hárgreiðslustofur. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að koma til móts við þessi fyrirtæki og hækka lokunarstyrki frá því í vor, þannig að greiddar verði allt að sex hundruð þúsund krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi komið til móts við þá gagnrýni sem hún hafi fengið. „Það er að segja að lokunarstyrkir í vor nýttust fyrst og fremst litlum fyrirtækjum. Við höfum hækkað heildarþakið þannig að þetta mun gagnast líka þeim stærri fyrirtækjum sem núna hefur verið gert að loka,“ segir Katrín. Hún áætlar að heildarkostnaður við þetta gæti orðið orðið á bilinu 3-400 milljónir króna miðað við mánaðarlokun. Þá séu frekar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum og öðrum í undirbúningi. „Sem snúast um að mæta þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli. Þar hefur ferðaþjónustan auðvitað verið nefnd, þar sem auðvitað mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli. Að þessir aðilar séu styrktir til að geta haldið ákveðinni lágmarksstarfsemi og fólki í vinnu,“ segir Katrín. „Sömuleiðis erum við að undirbúa aðgerðir fyrir tónlistar og sviðslistafólk.“ Aðgerðirnar hafa hingað til almennt miðast við 75 prósent tekjufall. Katrín segir að verið sé að vinna í útfærslum á boðuðum viðbótaraðgerðum og þær muni skýrast síðar í þessum mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04 „Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira
Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18
Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04
„Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18