Sekt vegna ummæla í hlaðvarpi: Brenni Laugardalinn ef hann fær ekki tveggja leikja bann Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 15:03 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, rýrði álit almennings á fótbolta og starfi knattspyrnuhreyfingarinnar með ummælum í hlaðvarpsþætti. Knattspyrnudeild Njarðvíkur var því sektuð um 50 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðanefndar KSÍ sem birti úrskurð sinn í dag. Nefndin fékk málið í hendurnar eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælunum til hennar. Mikael er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann er fastagestur. Í umræðum um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markmaður KR, fékk á dögunum og það hve langt leikbann hann ætti yfir höfði sér sagði Mikael: „Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann.“ Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti Þessi ummæli leiddu til fyrrgreindrar sektar. Formaður knattspyrnudeildar Fram hafði skömmu áður gagnrýnt það að Fred, leikmaður liðsins, skyldi fá tveggja leikja bann eftir rautt spjald í leik gegn Vestra. Það útskýrir vísun Mikaels í Fram. Beitir fékk eins leiks bann en hann var rekinn af velli fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, leikmann Fylkis. Aga- og úrskurðanefnd segir að sérhvert aðildarfélag beri ábyrgð á framkomu sinna forráðamanna, og því fær 2. deildarfélag Njarðvíkur sektina. KR var sömuleiðis sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara um Ólaf Inga. KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, rýrði álit almennings á fótbolta og starfi knattspyrnuhreyfingarinnar með ummælum í hlaðvarpsþætti. Knattspyrnudeild Njarðvíkur var því sektuð um 50 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðanefndar KSÍ sem birti úrskurð sinn í dag. Nefndin fékk málið í hendurnar eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælunum til hennar. Mikael er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann er fastagestur. Í umræðum um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markmaður KR, fékk á dögunum og það hve langt leikbann hann ætti yfir höfði sér sagði Mikael: „Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann.“ Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti Þessi ummæli leiddu til fyrrgreindrar sektar. Formaður knattspyrnudeildar Fram hafði skömmu áður gagnrýnt það að Fred, leikmaður liðsins, skyldi fá tveggja leikja bann eftir rautt spjald í leik gegn Vestra. Það útskýrir vísun Mikaels í Fram. Beitir fékk eins leiks bann en hann var rekinn af velli fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, leikmann Fylkis. Aga- og úrskurðanefnd segir að sérhvert aðildarfélag beri ábyrgð á framkomu sinna forráðamanna, og því fær 2. deildarfélag Njarðvíkur sektina. KR var sömuleiðis sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara um Ólaf Inga.
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17