Sekt vegna ummæla í hlaðvarpi: Brenni Laugardalinn ef hann fær ekki tveggja leikja bann Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 15:03 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, rýrði álit almennings á fótbolta og starfi knattspyrnuhreyfingarinnar með ummælum í hlaðvarpsþætti. Knattspyrnudeild Njarðvíkur var því sektuð um 50 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðanefndar KSÍ sem birti úrskurð sinn í dag. Nefndin fékk málið í hendurnar eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælunum til hennar. Mikael er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann er fastagestur. Í umræðum um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markmaður KR, fékk á dögunum og það hve langt leikbann hann ætti yfir höfði sér sagði Mikael: „Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann.“ Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti Þessi ummæli leiddu til fyrrgreindrar sektar. Formaður knattspyrnudeildar Fram hafði skömmu áður gagnrýnt það að Fred, leikmaður liðsins, skyldi fá tveggja leikja bann eftir rautt spjald í leik gegn Vestra. Það útskýrir vísun Mikaels í Fram. Beitir fékk eins leiks bann en hann var rekinn af velli fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, leikmann Fylkis. Aga- og úrskurðanefnd segir að sérhvert aðildarfélag beri ábyrgð á framkomu sinna forráðamanna, og því fær 2. deildarfélag Njarðvíkur sektina. KR var sömuleiðis sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara um Ólaf Inga. KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, rýrði álit almennings á fótbolta og starfi knattspyrnuhreyfingarinnar með ummælum í hlaðvarpsþætti. Knattspyrnudeild Njarðvíkur var því sektuð um 50 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðanefndar KSÍ sem birti úrskurð sinn í dag. Nefndin fékk málið í hendurnar eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælunum til hennar. Mikael er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann er fastagestur. Í umræðum um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markmaður KR, fékk á dögunum og það hve langt leikbann hann ætti yfir höfði sér sagði Mikael: „Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann.“ Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti Þessi ummæli leiddu til fyrrgreindrar sektar. Formaður knattspyrnudeildar Fram hafði skömmu áður gagnrýnt það að Fred, leikmaður liðsins, skyldi fá tveggja leikja bann eftir rautt spjald í leik gegn Vestra. Það útskýrir vísun Mikaels í Fram. Beitir fékk eins leiks bann en hann var rekinn af velli fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, leikmann Fylkis. Aga- og úrskurðanefnd segir að sérhvert aðildarfélag beri ábyrgð á framkomu sinna forráðamanna, og því fær 2. deildarfélag Njarðvíkur sektina. KR var sömuleiðis sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara um Ólaf Inga.
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira
KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17