Fótbolti

Vilja halda HM 2030 á Íberíuskaganum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristiano Ronaldo á ferðinni í vináttulandsleik Portúgals og Spánar í gær.
Cristiano Ronaldo á ferðinni í vináttulandsleik Portúgals og Spánar í gær. getty/David S. Bustamante

Spánn og Portúgal ætla að sækja um að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta 2030 í sameiningu.

Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis fyrir vináttulandsleik þjóðanna í Lissabon í gær. Leikar fóru 0-0.

Spánn og Portúgal sóttu um að halda HM 2018 í sameiningu en lutu í lægra haldi fyrir Rússlandi. HM 2022 fer fram í Katar og HM 2026 í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó.

Marokkó hefur einnig sótt um að halda HM 2030 sem og Úrúgvæ/Argentína/Síle/Paragvæ og Rúmenía/Grikkland/Búlgaría/Serbía. HM 2002, sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu, er eina heimsmeistaramótið til þessa sem hefur farið fram í tveimur löndum.

Spánverjar héldu HM 1982 en Portúgalir hafa aldrei haldið heimsmeistaramót. Þeir héldu hins vegar EM 2004.

Árið 2030 verða hundrað ár síðan fyrsta heimsmeistaramótið fór fram í Úrúgvæ. Þá tóku aðeins þrettán lið þátt en á HM 2022 verða í fyrsta sinn 48 þátttökulið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×