Innlent

Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona var röðin um klukkan 10:50.
Svona var röðin um klukkan 10:50. Vísir/Vilhelm

Mikið álag er við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar þar sem Orkuhúsið var áður til húsa.

Röð í skimatöku nær Ármúlann, langleiðina upp að höfuðstöðvum Símans.

94 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá voru átta landamærasmit. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna.

Svona var staðan á röðinni upp úr klukkan hálf ellefu.Vísir/Egill

Á fjórða þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví og tæplega 700 í einangrun.

Agnar Darri Sverrisson verkefnastjóri sýnatöku hjá heilsugæslunni var spurður út í þá staðreynd að röðin væri rosaleg í dag.

„Það eru engar ýkjur,“ segir Agnar Darri. Ástæðan er sú að svo margir einstaklingar eru að koma í seinni sýnatöku úr sóttkví. Mun færri séu í einkennissýnatöku og þar er minni bið eftir sýnatöku.

„Það voru rúmlega 100 manns skráðir á hvert korter hjá okkur. Menn þurfa bara aðeins að bíða,“ segir Agnar Darri yfirvegaður.

Svona var staðan um klukkan 10:50

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Svona var staðan svo klukkan 12:58

Vísir/Egill
Vísir/Egill
Vísir/Egill

Fréttin var uppfærð með nýjum myndum klukkan 12:58.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.