Vísuðu ákvörðun um nafnið Múlaþing til næsta fundar Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2020 09:31 Frá Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Nýkjörin sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær að vísa ákvörðun um nýtt nafn sveitarfélagsins til næsta fundar. Þetta kemur fram í fundargerð. Fyrir lágu niðurstöður nafnakönnunar fyrir sveitarfélagið sem gerð var samhliða forsetakosningum í sumar, ásamt umsögn Örnefnanefndar og athugasemdum frá Sigurjóni Bjarnasyni, formanni Sögufélags Austurlands. Lagði Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fram eftirfarandi tillögu: „Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní, og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.“ Að lokinni umræðu bar Gauti Jóhannesson, D-lista, nýkjörinn forseti sveitarstjórnar, upp þá tillögu að ákvörðun um nafn skyldi vísað til síðari umræðu á aukafundi sveitarstjórnar, sem halda á næstkomandi miðvikudag, 14. október. Var það gert í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga um að tvær umræður þurfi í sveitarstjórn um mikilvægustu ákvarðanir og var tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Gauti Jóhannesson var kjörinn forseti sveitarstjórnar. Hann var sveitarstjóri á Djúpavogi og leiddi lista sjálfstæðismanna í kosningunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á þessum fyrsta fundi var kosið í embætti, stjórnir og nefndir. Var Gauti samhljóða kjörinn forseti sveitarstjórnar og Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fyrsti varaforseti, en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa myndað meirihluta. Harpa Svavarsdóttir, D-lista, var kjörinn formaður byggðaráðs. Samþykkt var að ráða Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, sem sveitarstjóra með tíu atkvæðum en einn sat hjá. Þá kaus sveitarstjórn fulltrúa í heimastjórnir gömlu sveitarfélaganna. Nýja sveitarstjórnin samþykkti einnig að sameina vatnsveitur og fráveitur Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps og færa þær undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, ásamt hitaveitu Djúpavogshrepps. Nafnið Múlaþing er rakið til Þingmúla í Skriðdal, sem Múlasýslur draga nafn sitt af, en hér má fræðast nánar um þingstaðinn forna. Fljótsdalshérað Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Nýkjörin sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær að vísa ákvörðun um nýtt nafn sveitarfélagsins til næsta fundar. Þetta kemur fram í fundargerð. Fyrir lágu niðurstöður nafnakönnunar fyrir sveitarfélagið sem gerð var samhliða forsetakosningum í sumar, ásamt umsögn Örnefnanefndar og athugasemdum frá Sigurjóni Bjarnasyni, formanni Sögufélags Austurlands. Lagði Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fram eftirfarandi tillögu: „Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní, og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.“ Að lokinni umræðu bar Gauti Jóhannesson, D-lista, nýkjörinn forseti sveitarstjórnar, upp þá tillögu að ákvörðun um nafn skyldi vísað til síðari umræðu á aukafundi sveitarstjórnar, sem halda á næstkomandi miðvikudag, 14. október. Var það gert í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga um að tvær umræður þurfi í sveitarstjórn um mikilvægustu ákvarðanir og var tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Gauti Jóhannesson var kjörinn forseti sveitarstjórnar. Hann var sveitarstjóri á Djúpavogi og leiddi lista sjálfstæðismanna í kosningunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á þessum fyrsta fundi var kosið í embætti, stjórnir og nefndir. Var Gauti samhljóða kjörinn forseti sveitarstjórnar og Stefán Bogi Sveinsson, B-lista, fyrsti varaforseti, en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa myndað meirihluta. Harpa Svavarsdóttir, D-lista, var kjörinn formaður byggðaráðs. Samþykkt var að ráða Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, sem sveitarstjóra með tíu atkvæðum en einn sat hjá. Þá kaus sveitarstjórn fulltrúa í heimastjórnir gömlu sveitarfélaganna. Nýja sveitarstjórnin samþykkti einnig að sameina vatnsveitur og fráveitur Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps og færa þær undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, ásamt hitaveitu Djúpavogshrepps. Nafnið Múlaþing er rakið til Þingmúla í Skriðdal, sem Múlasýslur draga nafn sitt af, en hér má fræðast nánar um þingstaðinn forna.
Fljótsdalshérað Djúpivogur Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira