Leikmaður Rúmena flýgur í samtals 35 klukkutíma í þessum landsliðsglugga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 11:31 Alexandru Mitrita fagnar hér marki fyrir bandaríska MLS-liðið New York City. Getty/Emilee Chinn Alexandru Mitrita leggur á sig mikil ferðalög til að hjálpa rúmenska landsliðinu að komast á Evrópumótið næsta sumar. Mitrita er ein þekktasta stjarna rúmenska liðsins en hann er þó ekki að spila í Evrópu. Hinn 25 ára gamli sóknarmiðjumaður spilar með New York City í bandarísku MLS-deildinni. Rúmenska sambandið tók saman flugferðir Alexandru Mitrita í þessum landsliðsglugga. Mitrita fór frá Miami 4. október síðastliðinn þar sem hann hafði verið að spila með New York City liðinu. Hann flaug í þrjá tíma frá Miami til New York og svo tók við sjö og hálfs tíma flug til Parísar. Frá París flaug hann síðan til Búkrares og tók það flug þrjá tíma. Eftir æfingar með rúmenska landsliðinu þá flaug Alexandru Mitrita með rúmenska landsliðinu til Íslands og tók það flug fimm tíma. Hann mun síðan spila á Laugardalsvellinum í kvöld. Frá Íslandi tekur síðan við þriggja tíma flug til Osló þar sem Rúmenar mæta Norðmönnum í Þjóðadeildinni og svo þriggja tíma flug til Búkarest þar sem lokaleikur gluggans er á móti Austurríki í Þjóðadeildinni. Mitrita flýgur síðan í þrjá tíma frá Búkarest til Amsterdam og loks bíður hans átta tíma flug til New York. Samtals gera þetta 35 klukkutíma í loftinu og þá á auðvitað eftir að taka saman tímann sem tekur að fara í gegnum flugstöðvarnar sem og til og frá flugvöllunum. Alexandru Mitrita hefur skorað 2 mörk í 11 landsleikjum og komu þau í leikjum á móti Færeyjum og Noregi á síðasta ári. Hanns spilaði ekki með rúmenska landsliðinu í septemberglugganum. Mitrita hefur skorað 4 mörk í 14 leikjum með New York City á 2020 tímabilinu og var með 12 mörk í 30 leikjum á því síðasta. Hér fyrir neðan má sjá myndband með viðtali við Alexandru Mitrita fyrir þá sem skilja rúmenskuna. View this post on Instagram Super interviu cu @mitrita28 în avion, la 11.000 metri altitudine A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 3:02am PDT Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira
Alexandru Mitrita leggur á sig mikil ferðalög til að hjálpa rúmenska landsliðinu að komast á Evrópumótið næsta sumar. Mitrita er ein þekktasta stjarna rúmenska liðsins en hann er þó ekki að spila í Evrópu. Hinn 25 ára gamli sóknarmiðjumaður spilar með New York City í bandarísku MLS-deildinni. Rúmenska sambandið tók saman flugferðir Alexandru Mitrita í þessum landsliðsglugga. Mitrita fór frá Miami 4. október síðastliðinn þar sem hann hafði verið að spila með New York City liðinu. Hann flaug í þrjá tíma frá Miami til New York og svo tók við sjö og hálfs tíma flug til Parísar. Frá París flaug hann síðan til Búkrares og tók það flug þrjá tíma. Eftir æfingar með rúmenska landsliðinu þá flaug Alexandru Mitrita með rúmenska landsliðinu til Íslands og tók það flug fimm tíma. Hann mun síðan spila á Laugardalsvellinum í kvöld. Frá Íslandi tekur síðan við þriggja tíma flug til Osló þar sem Rúmenar mæta Norðmönnum í Þjóðadeildinni og svo þriggja tíma flug til Búkarest þar sem lokaleikur gluggans er á móti Austurríki í Þjóðadeildinni. Mitrita flýgur síðan í þrjá tíma frá Búkarest til Amsterdam og loks bíður hans átta tíma flug til New York. Samtals gera þetta 35 klukkutíma í loftinu og þá á auðvitað eftir að taka saman tímann sem tekur að fara í gegnum flugstöðvarnar sem og til og frá flugvöllunum. Alexandru Mitrita hefur skorað 2 mörk í 11 landsleikjum og komu þau í leikjum á móti Færeyjum og Noregi á síðasta ári. Hanns spilaði ekki með rúmenska landsliðinu í septemberglugganum. Mitrita hefur skorað 4 mörk í 14 leikjum með New York City á 2020 tímabilinu og var með 12 mörk í 30 leikjum á því síðasta. Hér fyrir neðan má sjá myndband með viðtali við Alexandru Mitrita fyrir þá sem skilja rúmenskuna. View this post on Instagram Super interviu cu @mitrita28 în avion, la 11.000 metri altitudine A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 3:02am PDT Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira