Eru ekki bara með Hagi heldur líka með „Puskas“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 13:30 George Puscas og Ianis Hagi fagna saman marki með rúmenska landsliðinu. Samsett/Getty Tvær af ungu stjörnunum í rúmenska landsliðinu sem spila á Laugardalsvellinum í kvöld bera afar kunnugleg nöfn úr knattspyrnusögunni. Þetta eru þeir Hagi og Puscas. Það er þó ekki vitað um nein tengsl á milli George Puscas og ungversku stjórstjörnunnar Ferenc Puskás enda eru eftirnöfn þeirra ekki skrifuð eins þótt þau hljómi líkt. Tengslin á milli Hagi og hins eina sanna Gheorghe Hagi eru hins vegar eins sterk og þau verða. Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum með Ungverjum og var um tíma talinn verða besti knattspyrnumaður heims. Hann endaði feril sinn með Real Madrid og sem spænskur landsliðsmaður. Gheorghe Hagi er markahæsti leikmaður rúmenska landsliðsins frá upphafi, skoraði 35 mörk í 124 landsleikjum af miðjunni og lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum ferli. Ianis Hagi er 21 árs sókndjarfur miðjumaður sem er sonur frægasta fótboltamanns í sögu Rúmeníu, Gheorghe Hagi. Gheorghe Hagi á líka mikið í fótboltamanninum því Ianis Hagi kom upp í gegnum félag pabba síns, Viitorul Constanta. Gheorge Hagi í leik með rúmenska landsliðinu á EM 1996.Getty/Mark Leech Ianis Hagi er frekar nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir að hafa byrjað síðasa tímabil hjá belgíska félaginu Genk. Hann fór líka ungur að árum til Fiorentina en snéri aftur heim til Viitorul. Genk keypti hann frá rúmenska félaginu en lánaði hann svo til Rangers í janúar. Rangers keyptui síðan Ianis Hagi í maí. Ianis Hagi er kominn með ellefu landsleiki fyrir Rúmeníu en hefur ekki náð að skora. Hann skoraði aftur á móti 4 mörk í 14 leikjum með 21 árs liðinu og var í lykilhlutverki þegar liðið komst alla leið í undanúrslit á EM 2019. George Puscas er 23 ára framherji sem spilar þessa dagana með enska b-deildarliðinu Reading en var áður hjá Internazionale og Palermo. George Puscas skoraði 12 mörk í 38 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Reading en 2018-19 tímabilið var hann með 9 mörk í 33 leikjum með Palermo í ítölsku b-deildinni. George Puscas er með 1 mark í 3 fyrstu leikjunum með Reading á 2020-21 tímabilinu. George Puscas hefur aðeins spilað 15 leiki í A-deildum á ferlinum en er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn hjá rúmenska landsliðinu þar sem hann er kominn með 7 mörk í 16 A-landsleikjum. Fimm af þeim komu í undankeppninni en öll í leikjum við Möltu (3) og Færeyjar (2). George Puscas var allt í öllu í framlínu 21 árs landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 en hann varð þá næstmarkahæsti leikmaður keppninnar með 4 mörk og valinn í úrvalsliðið. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Tvær af ungu stjörnunum í rúmenska landsliðinu sem spila á Laugardalsvellinum í kvöld bera afar kunnugleg nöfn úr knattspyrnusögunni. Þetta eru þeir Hagi og Puscas. Það er þó ekki vitað um nein tengsl á milli George Puscas og ungversku stjórstjörnunnar Ferenc Puskás enda eru eftirnöfn þeirra ekki skrifuð eins þótt þau hljómi líkt. Tengslin á milli Hagi og hins eina sanna Gheorghe Hagi eru hins vegar eins sterk og þau verða. Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum með Ungverjum og var um tíma talinn verða besti knattspyrnumaður heims. Hann endaði feril sinn með Real Madrid og sem spænskur landsliðsmaður. Gheorghe Hagi er markahæsti leikmaður rúmenska landsliðsins frá upphafi, skoraði 35 mörk í 124 landsleikjum af miðjunni og lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum ferli. Ianis Hagi er 21 árs sókndjarfur miðjumaður sem er sonur frægasta fótboltamanns í sögu Rúmeníu, Gheorghe Hagi. Gheorghe Hagi á líka mikið í fótboltamanninum því Ianis Hagi kom upp í gegnum félag pabba síns, Viitorul Constanta. Gheorge Hagi í leik með rúmenska landsliðinu á EM 1996.Getty/Mark Leech Ianis Hagi er frekar nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir að hafa byrjað síðasa tímabil hjá belgíska félaginu Genk. Hann fór líka ungur að árum til Fiorentina en snéri aftur heim til Viitorul. Genk keypti hann frá rúmenska félaginu en lánaði hann svo til Rangers í janúar. Rangers keyptui síðan Ianis Hagi í maí. Ianis Hagi er kominn með ellefu landsleiki fyrir Rúmeníu en hefur ekki náð að skora. Hann skoraði aftur á móti 4 mörk í 14 leikjum með 21 árs liðinu og var í lykilhlutverki þegar liðið komst alla leið í undanúrslit á EM 2019. George Puscas er 23 ára framherji sem spilar þessa dagana með enska b-deildarliðinu Reading en var áður hjá Internazionale og Palermo. George Puscas skoraði 12 mörk í 38 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Reading en 2018-19 tímabilið var hann með 9 mörk í 33 leikjum með Palermo í ítölsku b-deildinni. George Puscas er með 1 mark í 3 fyrstu leikjunum með Reading á 2020-21 tímabilinu. George Puscas hefur aðeins spilað 15 leiki í A-deildum á ferlinum en er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn hjá rúmenska landsliðinu þar sem hann er kominn með 7 mörk í 16 A-landsleikjum. Fimm af þeim komu í undankeppninni en öll í leikjum við Möltu (3) og Færeyjar (2). George Puscas var allt í öllu í framlínu 21 árs landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 en hann varð þá næstmarkahæsti leikmaður keppninnar með 4 mörk og valinn í úrvalsliðið. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira