Töldu mikilvægt að banna ekki alla heilsurækt og hreyfingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 18:30 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra féllst á tillögur sóttvarnalæknis í gær - að mestu leyti. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við fréttastofu í dag, inntur eftir því hvers vegna væri ekki hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. Heilbrigðisráðuneytið tekur fram í tilkynningu sinni sem send var út seint á sjötta tímanum að mikilvægt sé að höfuðborgarbúar sýni ábyrgð. Í því felist ekki einungis að „fylgja boðum og bönnum sem birtast í reglugerðum heilbrigðisráðherra um smitvarnir“, heldur að haga sér einnig „á ábyrgan hátt í samræmi við tilgang þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til.“ Þannig sé „mælst til þess“ að öllu keppnisstarfi í íþróttum verði frestað um tvær vikur, líkt og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í ljósi þess að smithætta við íþróttaiðkun innanhús sé talin meiri en utandyra hafi jafnframt verið ákveðið að haga banninu á þann hátt sem gert er í reglugerðinni. Þá er bent á að íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Ráðuneytið hafi talið mikilvægt út frá lýðheilsusjónarmiðum að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra ræddi málið við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ráðuneytið og sóttvarnalæknir hefðu komist að niðurstöðu um reglugerðina í sátt og samlyndi. Þá hvatti hann landsmenn til að viðhafa smitvarnir eftir fremsta megni - meiri varnir frekar en minni í hvívetna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst ríkislögreglustjóri einnig birta almenn tilmæli til fólks á höfuðborgarsvæðinu sem ætlað er að styðja við hertar sóttvarnaráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu. „Tilmælin lúta að því að fólk haldi sig sem mest heima, veri ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur, geri hlé á hvers kyns íþrótta-, og tómstundastarfi og störfum útivistarhópa og fresti öllum viðburðum næstu tvær vikurnar, svo eitthvað sé talið. Ráðuneytið hvetur almenning til að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra eins og frekast er kostur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við fréttastofu í dag, inntur eftir því hvers vegna væri ekki hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. Heilbrigðisráðuneytið tekur fram í tilkynningu sinni sem send var út seint á sjötta tímanum að mikilvægt sé að höfuðborgarbúar sýni ábyrgð. Í því felist ekki einungis að „fylgja boðum og bönnum sem birtast í reglugerðum heilbrigðisráðherra um smitvarnir“, heldur að haga sér einnig „á ábyrgan hátt í samræmi við tilgang þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til.“ Þannig sé „mælst til þess“ að öllu keppnisstarfi í íþróttum verði frestað um tvær vikur, líkt og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í ljósi þess að smithætta við íþróttaiðkun innanhús sé talin meiri en utandyra hafi jafnframt verið ákveðið að haga banninu á þann hátt sem gert er í reglugerðinni. Þá er bent á að íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Ráðuneytið hafi talið mikilvægt út frá lýðheilsusjónarmiðum að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra ræddi málið við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ráðuneytið og sóttvarnalæknir hefðu komist að niðurstöðu um reglugerðina í sátt og samlyndi. Þá hvatti hann landsmenn til að viðhafa smitvarnir eftir fremsta megni - meiri varnir frekar en minni í hvívetna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst ríkislögreglustjóri einnig birta almenn tilmæli til fólks á höfuðborgarsvæðinu sem ætlað er að styðja við hertar sóttvarnaráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu. „Tilmælin lúta að því að fólk haldi sig sem mest heima, veri ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur, geri hlé á hvers kyns íþrótta-, og tómstundastarfi og störfum útivistarhópa og fresti öllum viðburðum næstu tvær vikurnar, svo eitthvað sé talið. Ráðuneytið hvetur almenning til að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra eins og frekast er kostur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira