Var ekki látin vita af frumubreytingum og þurfti að fara í legnám Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. október 2020 18:45 Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. Guðný Lára Árnadóttir fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. Hún flutti til Danmerkur stuttu seinna. Árið 2018 greindist hún með alvarlegt krabbamein í legi eftir skimun í Danmörku. „Það var þrír sinnum fjórir sentímetrar þegar það uppgötvast og ég fer í gegn um alla þá ferla hér í Danmörku. Þannig krabbameinið var búið að hafa langan tíma til að þróast,“ segir Guðný. Í kjölfarið þurfti hún að fara í legnám, þá 33 ára, en hún á engin börn. Guðný Lára Árnadóttir, fór í legnám árið 2018 eftir að hafa greinst með alvarlegt krabbamein.Vísir/Elín Margrét Guðný hafði oft velt því fyrir sér hversu skrítið það væri að ekkert hefði greinst í sýninu frá 2013, enda taki það frumubreytingar oftast langan tíma að verða að krabbameini. Þegar málefni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins komust í hámæli í haust hafði hún samband við félagið og bað um að sjö ára gamalt sýni hennar yrði endurskoðað. „Það var eiginlega bara þannig sem þetta byrjaði allt saman og þannig sem ég fékk svör sem ég hefði örugglega aldrei fengið sko,“ segir Guðný en í ljós kom að í sýninu frá 2013 hefðu greinst frumubreytingar. „Ég fékk þær upplýsingar að það hefði verið reynt að hringja tvisvar en síminn utan þjónustusvæðis þannig að ég fékk aldrei upplýsingar um að ég hefði greinst með frumubreytingar,“ segir Guðný. Getur hvorki eignast börn né ættleitt Það hafi verið mikið áfall að fá þessar upplýsingar og hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að legið væri tekið. „Ef ég hefði farið í rétta meðhöndlun strax hefði verið fylgst með mér frá þeim tímapunkti og þá hefði þetta aldrei endað eins og það fór sko,“ segir Guðný. Nú geti hún hvorki eignast börn né ættleitt börn, þar sem hún er í áhættuhópi. Henni finnist Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. „Ég sjálf hefði ekki geta setið á þessum upplýsingum og ekki eytt fimm mínútum af mínu lífi í að rannsaka eða reyna finna út úr því hver manneskjan er eða hvar hún er. Þetta er árið 2013 og við erum með alla samfélagsmiðla og við erum á Íslandi, það er svo auðvelt að finna upplýsingar um alla. Mér fannst bara eins og einhver hefði brugðist mér,“ segir Guðný. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. Guðný Lára Árnadóttir fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. Hún flutti til Danmerkur stuttu seinna. Árið 2018 greindist hún með alvarlegt krabbamein í legi eftir skimun í Danmörku. „Það var þrír sinnum fjórir sentímetrar þegar það uppgötvast og ég fer í gegn um alla þá ferla hér í Danmörku. Þannig krabbameinið var búið að hafa langan tíma til að þróast,“ segir Guðný. Í kjölfarið þurfti hún að fara í legnám, þá 33 ára, en hún á engin börn. Guðný Lára Árnadóttir, fór í legnám árið 2018 eftir að hafa greinst með alvarlegt krabbamein.Vísir/Elín Margrét Guðný hafði oft velt því fyrir sér hversu skrítið það væri að ekkert hefði greinst í sýninu frá 2013, enda taki það frumubreytingar oftast langan tíma að verða að krabbameini. Þegar málefni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins komust í hámæli í haust hafði hún samband við félagið og bað um að sjö ára gamalt sýni hennar yrði endurskoðað. „Það var eiginlega bara þannig sem þetta byrjaði allt saman og þannig sem ég fékk svör sem ég hefði örugglega aldrei fengið sko,“ segir Guðný en í ljós kom að í sýninu frá 2013 hefðu greinst frumubreytingar. „Ég fékk þær upplýsingar að það hefði verið reynt að hringja tvisvar en síminn utan þjónustusvæðis þannig að ég fékk aldrei upplýsingar um að ég hefði greinst með frumubreytingar,“ segir Guðný. Getur hvorki eignast börn né ættleitt Það hafi verið mikið áfall að fá þessar upplýsingar og hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að legið væri tekið. „Ef ég hefði farið í rétta meðhöndlun strax hefði verið fylgst með mér frá þeim tímapunkti og þá hefði þetta aldrei endað eins og það fór sko,“ segir Guðný. Nú geti hún hvorki eignast börn né ættleitt börn, þar sem hún er í áhættuhópi. Henni finnist Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. „Ég sjálf hefði ekki geta setið á þessum upplýsingum og ekki eytt fimm mínútum af mínu lífi í að rannsaka eða reyna finna út úr því hver manneskjan er eða hvar hún er. Þetta er árið 2013 og við erum með alla samfélagsmiðla og við erum á Íslandi, það er svo auðvelt að finna upplýsingar um alla. Mér fannst bara eins og einhver hefði brugðist mér,“ segir Guðný.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43
Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48